Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 76

Menntamál - 01.12.1936, Side 76
234 MENNTAMÁL BANDARÍKIN. Elsti háskóli Ameriku, Harvard i Gambridge, Massachusetts, hélt nýlega hátiðlegt 300 ára afmæli. 12.000 fyrverandi nemend- ur og 000 gestir frá háskólum víðsvegar i veröldinni voru við- staddir hátíðahöldin. 02 visindamenn frá ýmsum þjóðum voru gerðir að heiðursdoktorum. Lokaræðuna hélt Roosevelt forseti, sem sjálfur var eitt sinn nemandi við Harvard. Lagði hann áherzlu á það, að á þessari nýtízku galdraöld, þegar hugsanafrelsi væri bannfært í mörgum löndum, yrði það hlutverk Ameríku og Har- vardháskóla, að halda kyndli sannleikans hátt á lofti. Hlutverk sannleikans væri háleitt og mikið, og sannleikurinn myndi sigra að lokum. ÞÝZKALAND. I tilefni 550 ára afmælis háskólans i Heidelberg var áletrun á framhlið háskólabyggingarinnar breytt. í stað „Hinum lif- andi anda“ (Dem lebendigen Geist) var skráð „Hinum þýzka anda“. Árið 1933 sóttu 115.722 stúdentar þýzka háskóla. Árið 1935 voru þeir 89.093. RÚSSLAND. Árið 1914 var fjöldi nemenda í framhaldsskólum, á landsvæði því, er Sovét-samhandið nær yfir, ca. 900.000, en 1935 5.800.000. 1914 sóttu hina 11 háskóla Rússlands 125.000 stúdentar. Nú eru í landinu 21 háskóli með 470.000 stúdentum. Við háskólann í Lundúnum er í undirbúningi uppeldisfræði- leg miðstöð fyrir allt hrezka heimsveldið. Námskeið fyrir kennara i London 25. jan. til 16. júni 1937. Dr. Maria Montessori stjórn- ar og kennir. í janúar næstk. hefst 22. alþjóðlegt Montessori kennaranám- skeið í London. Tvennt er einkum nýstárlegt við þetta námskeið: 1) Dr. Mon- tessori gefur þar i fyrsta sinn heildaryfirlit yfir uppeldiskerfi sitt frá fæðingu fram yfir háskólaaldur. 2) í stað þess að byggja skólakennsluna á námskrá, er litið á uppeldið sem hjálp í lifs- baráttunni á ýmsum þroskaskeiðum bernsku og æsku. Stofnað er til námskeiðsins af Hinu alþjóðlega Montessorifélagi. (Samkv. bréfi frá International Montessori Association til Menntamála).

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.