Menntamál - 01.12.1936, Síða 80
238
MENNTAMÁ.L
Menntun kennara. Svo sem kunnugt er öllum kennurum, hafa
fulltrúaþing S.í.B. 1935 og 1936 samþykkt einum rómi ákveðn-
ar áskoranir til Alþingis og ríkisstjórnar um mikilvægar endur-
bætur á menntun kennara. Á síðasta Alþingi var samþykkt þings-
ályktunartiliaga frá Jónasi Jónssyni, þar sem ríkisstjórninni er
falið að láta rannsaka málið og leggja tillögur fyrir næsta þing.
Hefir nú kennslumáláráðherra slcipað nefnd í þessu skyni. Nefnd-
ina skipa: Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastj., formaður, Ágúst H.
Bjarnason, tilnefndur af háskólaráði, Freysteinn Gunnarsson fyr-
ir kennaraskólann, Ingimar Jónsson, tilnefndur af kennurum
héraðs- og gagnfræðaskóla, og Sigurður Thorlacius, tilnefndur
af stjorn S.Í.B.
Ríkisútgáfa námsbóka. Kennarar héraðs- og gagnfræðaskóla
hafa kosið Jónas Jónsson til að taka sæti i stjórn rikisútgáfu
námsbóka, en til vara Kristinn Stefánsson. Fulltrúaþing S.Í.B.
kaus svo sem kunnugt er Guðjón Guðjónsson, en til vara Aðal-
stein Sigmundsson. Formaður útgáfustjórnarinnar hefir ekki ver-
ið skipaður ennþá.
Fréttasambönd Menntamála. Menntamál vilja gera sér far um
að flytja lesendum sínum áreiðanlegar og fjölbreyttar fregnir,
einkum af kennurum og uppeldismálum innanlands og utan. Helztu
erleudar fréttaheimildir blaðsins nú sem stendur eru þessar: Tvö
alþjóðleg mánaðarrit: Feuille Mensuelle d’Information og Inter-
nationale Paedagogische Information, málgögn ensku kennara-
sambandanna The Schoolmaster og Teachers’ World, hvortveggja
vikurit, tímaritið New Era, vikuritið L’Ecole Liberatrice, sem er
málgagn Sambands barnakennara í Frakklandi og loks Svenslc
Larartidning, málgagn Hins almenna Kennarasambands í Svíþjóð.
Kennarar! Útbreiðið Menntamál.
Vegna annríkis þeirra, seni ætlað var að skrifa um doktors-
ritgerðir þeirra Matthíasar og Simonar, verða umsagnir um bæk-
ur þeirra að bíða næsta lieftis.
Kostakjör. Sjö fyrstu árgangar Menntamála fást fyrir kr. 10,
eíf allir eru keyptir i einu. Annars kostar hver árg. kr. 2. —
Afgeiðsla Menntamála.
Útgefandi: Samband íslenzkra barnakennara.
Útgáfustjórn: Sigurður Thorlacius, form., Guðjón Guðjónsson
og Sigríður Magnúsdóttir. ,
Ritstjóri: Sigurður Thorlacius, Austurbæjarskólanum.
Afgreiðslu- og innheimtum.: Sigríður Magnúsdóttir, Þórsgötu 19.
Félagsprentsmiðian.