Menntamál - 01.12.1942, Side 19

Menntamál - 01.12.1942, Side 19
MENNTAMÁL 81 Linövig Giiöniiin<l88on: Kennið börnunum að vinna! Inngangsorð. Á undangengnum misserum hefir það oft hvarflað að mér að taka saman kver um verklegt nám barna og unglinga, urn uppeldislegt gildi þess fyrir einstaklinginn og um menningarlega og hagnýta þýð- ingu þess fyrir þjóðfélagið í heild. í þessu skyni hafði ég viðað að mér ýmislegu efni. Sumpart eru það bækur og aðrar ritsmíðar erlendra og innlendra manna, sum- part eigin athuganir mínar, sem að mestu byggja á reynslu þeirri, sem kennarastarf mitt hefir veitt, fyrst í alþýðuskólanum í Hvítár- bakka í fjögur ár, þá í gagnfræðaskólanum á ísafiiði í sjö ár, síðan í sumarVinnuskólum þeim, er ég stýrði í þrjú sumur á ísafirði og hér syðra, en síðast, en ekki sízt í Handíðaskólanum nú í nærfelt fjög- ur ár. En svona hefir þetta samt gengið, að ekki hefir enn getað orðið úr framkvæmdum. Aldrei næði, aldrei tómstund. Svo var það siðasti. haust, að ritstjóri Menntamála kom að máli við mig. Ræddum við þá sem oftar um verklega námið og æskuna; um stöðu verknáms- ins í skólakerfi okkar og um nauðsynina á eflingu þess. Bauð rit- stjórinn, að helga þessu efni ríflegt rúm i næsta hefti ritsins og gaf mér kost á að fá birta þar grein um það. Tók ég boðinu. Nú er komið að efndunum. En kallað var eftir þeim á alversta tíma. Langt liðið á skólaveturinn og annir og erill aldrei meiri en nú. Baðst ég vægðar, en allt kom fyrir ekki. — Eftir þessi inngangsorð, sem eru hvorttveggja í senn, afsökun og fyiirheit, sný ég mér að viðfangsefni þessarar greinar. Ég geng út frá því sem gefnu, að einhverjir lesenda minna, sem flestir munu vera stéttarsystkini mín, líti öðrum augum en ég á tilgang verknáms- ins. Að sinni sakar þetta þó ekki. Er jafnvel líklegt, að það örfi til rökræðna um málið og er þá vel faiið. Á umræðum er einmitt mikil þörf. Þá mundu væntanlega koma fram ólík viðhorf, sem kennarar nú kunna að hafa til þessara mála. Þá er von til þess, að línurnar skýrist og margt, sem nú er gert, eða áformað, fái dóm sinn, — stað- festingu og hvöt; eða rökstudda gagnrýni, eða jafnvel dauðadóm. Ég mun því haga flutningi máls míns sem í framsögu og geyma mér mörg rök í von um, að aörir taki til máls á eftir mér. Minnstu máli skiptir, hvað ofan á verður i fyrstu atrennu. Það heldur velli, sem hæfast er. Svo í þessu efni sem á öðrum sviðum. 6

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.