Menntamál - 01.12.1942, Síða 42
104
MENNTAMÁL
arvillur aukast. — Ég treysti á það, að bezta vörn og sókn
sé lestur góðra bóka, sérstaklega fornsagna, og auknar tal-
æfingar í skólum og endursagnir og lestur úr fögrum ritum.
En ég vil þó að síðustu minna á söguna um stúlkurnar
í Nyboderskólanum. — Fyrsta undirstaða móðurmáls-
kennslunnar er lögð á heimili barnsins, fyrst og fremst af
móðurinni og því næst af öðrum heimilismönnum.
Það verður þvi aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim, sem
umgangast börn, að vanda málfar sitt. — Því læra börnin
málið, að það er fyrir þeim haft. — Þessi sannindi mega
engum gleymast, sem umgengst börn.
Pdll Porsteinssoii:
Ungmennafélögin og uppeldið
Manngildi hvers manns mótast af tveim höfuðþáttum:
eðli hans og uppeldinu.
Allir vita, hvernig gróðurinn í ríki náttúrunnar mótast
af þeim skilyrðum, sem fyrir eru á hverjum stað, og þeirri
aðhlynningu, er hann hlýtur.
Því er eins farið meðal mannanna. Bernsku- og æsku-
árin eru vortíminn í æfi mannsins. Þá er vöxturinn örastur,
en í upphafi óráðið, hver vaxtarstefnan verður. Uppeldiö
í bernsku og æsku hefir svo rík áhrif, að á því veltur mjög
um skapgerð manns, gervileik og giftu. Iðjuleysi lamar
áhuga og elju og leiðir oft af sér óreglu. Hófleg áreynsla
stælir þróttinn og eflir atorku og útsjón. Góður félags-
skapur örvar menn til átaka, gerir þá glaöværa, bjartsýna,
frjálslynda, framsækna.
Heimilin hafa lengst af verið meginstöðvar uppeldisins