Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 48

Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 48
110 MENNTAMÁL Námsstjórar hóíu staif sitt á þecsu hausti eins og s. 1. ár. Snorri Sigfússon stundar eftirlit'ð á Norðurlandi, Stefán Jónsson á Austurlandi, Bjarni M. Jónsson á Suðurlandi, en' í stað Aðalsteins Eiríkssonar kom Aðalsteinn Sigmundsson sem námsstjóri á Vesturlandi. Aðalsteinn Eiríksson 1 Reykjanesi gat ekki sinnt námsstjórastarfi áfram sökum bygginga- framkvæmda og annarra anna við skólann í Reykjanesi. Skólar í Reykjavík hófust nú fyrr en tvö undanfarin haust. Haustskólar fyrir yngri börn hófust fyrir miðjan september, en síðastliðin ár hefur september- skólinn fallið niður af hernaðarorsökum. Steingrímur Arason, kennari við kennaraskólann dvelur nú i Vesturheimi. Hefur hann samið unglingabók, sem geiist á íslandi og fengið hana gefna út hjá þekktu forlagi i Bandaríkjunum. Tveir kennarar á Alþingi. Við alþingiskcsningarnar í haust voru tveir kennarar kjörnir til setu á Alþingi: Páll Þorsteinsson fyrir Framsóknarflokkinn i Austur- Skaftafellssýslu og Lúðvík Jósepsson fyrir Sósíalistaflokkinn, land- landkjörinn í Suður-Múlasýslu. Kennaranámskeið á Akureyri. Kennaranámskeið var haldið á Akureyri í byrjun október í haust. Björn Guöfinnssan lektor kenndi íslenzku og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi kenndi íþróttir. Námsskeiðið sóttu 61 norðlenzkir kennarar. Til athugunar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið skrifaði biskupi íslands þ. 27. nóv. 1942 á þessa leið: „Að gefnu tilefni frá fræðslumálastjóra vill þetta íáðuneyti hér með taka fram, að það telur rétt að börn verði ekki fermd fyrr en þau hafa

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.