Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 4
130 MENNTAMÁL Nú er það kunnugt orðið, að Snorri hefur sagt af sér skólastjóraembættinu við barnaskólann á Akureyri og mun hér eftir helga námstjórninni alla krafta sína. Er þá ekki úr vegi, þegar hann kveður skóla sinn, að rekja nokkru nánar en áður hefir verið gert, feril hans sem skóla- manns og barnafræðara. Eins og að líkum lætur, verður hér einkum getið þess, sem lítt eða — ekki er minnzt á í áðurnefndum afmælis- greinum. Verður þá fyrst drepið á skólanám Snorra erlend- is, næst getið kennslu hans fyrstu árin eftir heimkomuna, þá minnzt á Flateyrarskólann, en að því loknu og aðallega rætt um skólastjórn hans við barnaskólann á Akureyri. En síðast verður svo farið nokkrum orðum um námstjórn hans. I. SICÓLANÁM í NOREGI. Eins og flestum er kunnugt, dvaldi Snorri við nám í Noregi um tveggja ára skeið eftir að hann hafði lokið gagnfræðaprófi hér heima. Veturinn 1907—1908 var hann í lýðháskólanum í Voss og bjó sig af hinu mesta kappi undir kennaraskólanám. Næsta sumar vann hann við síma- og járnbrautautarlagningu, en hóf nám um haustið í kennaraskólanum á Storð. Fékk hann stjórnarleyfi til þess að setjast í III. bekk skólans og taka einungis þátt í upp- eldisfræði, kennslufræði og kennsluæfingum og lauk prófi í þessum greinum. Að vísu naut hann kennslu í ýmsu fleiru og kynnti sér t. d. allrækilega bækur þær, sem kenn- araefnin þurftu og áttu að lesa og kynnast. Og að lokum skrifaði hann, eins og önnur kennaraefni, ritgerð um árið 1660 í sögu Norðmanna og hlaut verðlaun fyrir. Snorri tók mikinn þátt í félagslífi beggja skólanna, er hann stundaði nám í, var sísyngjandi, flutti erindi og ræð- ur og stundaði leikfimi og íþróttir af kappi. Var hann

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.