Menntamál - 01.11.1947, Side 9

Menntamál - 01.11.1947, Side 9
menntamál 135 Árangur kennslu hans og fyrirlestra tel ég hinn bezta, sérstaklega í þá átt að vekja og bæta þrótt, siðferðisþrek og stefnufestu unglinganna og áheyrenda.“ — Þó að Snorri byrjaði unglingaskólann með þeim hætti, er getið hefur verið, hafði hann þó dreymt um, að úr þess- um farskóla yrði fastur héraðsskóli í Svarfaðardal, því að þar var hugur hans allur. En ekki gat þessi draumur Snorra rætzt, og hefur hann líklega verið allt of snemma á ferðinni með héraðsskólahugmynd sína. En ýmsir mætir nienn veittu þó þessari tilraun Snorra með unglinga-far- skóla athygli, enda var hún alger nýjung hérlendis og uaerkileg að mörgu. Það, sem olli því, að skólinn lagðist niður, var einkum tvennt. Snorri hafði kvænzt hinni ágætu konu sinni, Guð- rúnu Jóhannesdóttur vorið 1911. En launin, sem hann bar úr býtum við unglingaskólann, voru svo hverfandi lítil, að þess var enginn kostur fyrir eignalausan fjöl- skyldumann að fleyta fram lífinu á þeim og sumarkaupinu, onda þótt hann ynni ár hvert eins og víkingur frá vori til hausts. I öðru lagi gerði Jón Þórarinsson, fræðslumála- stjóri, ítrekaðar tilraunir til þ’ess að fá Snorra til þess að hverfa aftur að barnafræðslunni. Og fyrir aðgerðir fræðslumálastjóra réðist Snorri að barnaskólanum á Flat- eyri haustið 1912, og hét skólanefndin þar að greiða hon- um 120 króna hærri laun á ári en lög ákváðu. En ekki var það sársaukalaust fyrir hann að verða að kveðja bernsku- sveit sína og æskudrauminn um héraðsskóla þar. III. FLA TEYRA RSKÓLINN. I september 1912 hélt Snorri til Önundarfjarðar með konu sína og barn og kom til Flateyrar nokkrum dögum áður en skóli hófst. Hefur hann sagt svo frá, að aldrei

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.