Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 33

Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 33
MENNTAMÁL 159 gátum o. s. frv. Þá spurði ég um nokkur atriði íslands sögunnar hverja öld og reyndi að skýra samhengi alda og menningarstarfs frá kynslóð til kynslóðar með línu- riti á töflu, þar sem hún var til. Síðan grennslaðist ég eftir, hvað þau vissu í heilsufræði, landafræði, dýrafræði o. s. frv. Að lokum ræddi ég svo um Jón Sigurðsson og Hallgrím Pétursson, Passíusálmana og þjóðfánann og endaði alls staðar þetta viðtal með því að segja þeim sögn kristilegs efnis; og að síðustu lásum við öll Faðir vor. Jafnframt því að grennslast þannig eftir getu barnanna og þroska stillti ég svo til, að þetta væri líka kennsla, sem kennararnir gætu veitt athygli. Ræddum við svo þetta á eft- ir, og virtist mér allir kennararnir mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag til að byrja með. En ég sagði þeim, að ef ég kæmi til þeirra aftur, myndi ég hlusta á þá. Þá er ég hafði lokið starfi í hverjum skóla, hélt ég fund með skólanefndinni. Náði ég saman 25 skólanefndum til fundar og alls staðar ræddi ég við formann skólanefndar, þótt ég næði ekki saman fundi, og sömuleiðis við sóknar- prest og fleiri. Helzta umræðuefnið var vitanlega skól- inn og allt, sem þar var að í aðbúnaði o. fl. Bæði þessir fundir nú og í haust og þau bréf, sem ég hefi skrifað í skólahverfin, hafa ýtt mjög við þessum málum, enda er þess full þörf. En þá er ég kom svo heim úr hverri ferð, tók ég að vinna úr hinum skriflegu plöggum, sem ég hafði með mér úr hverjum skóla, bar allar niðurstöður saman við það, sem ég hafði skrifað hjá mér í skólanum, og reyndi að glöggva mig á ástandinu. Síðan ritaði ég hverri skóla- nefnd og hverjum kennara ítarlegt bréf um allar þessar athuganir og niðurstöður, og reyndi að miðla þeim ráðum, sem ég átti til úrbóta. Öll þessi bréf voru trúnaðarmál, en samt mikið rædd á skólanefndarfundum sums staðar; en hvergi hefi ég orðið var við óánægju út af aðfinnslum, enda var það og er höfuðskilyrði í þessu starfi, að kenn-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.