Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 39

Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 39
MENNTAMÁL 165 að láta ekki sitt eftir liggja í þeirri viðureign. Þeir hafa helgað líf sitt þeirri skyldu ekki síður en átökum styrj- aldaráranna. Stuðning í þessu nýja starfi hljóta þeir í stefnuskrá sameinuðu þjóðanna og Unesco og í frumvarpi til stj órnarskrár Alþjóðasambands uppeldis og menning- armála, þar sem það ákveður að veita þessum alþjóðasam- tökum virkan stuðning. Félagar þessa sambands standa fast saman á traustum grunni sameiginlegrar hlutdeildar í þessari miklu köllun. Við leitum engra sjálfselskufullra sérréttinda. Með til- gangi félagsins höfum við afneitað allri baráttu fyrir sérhagsmunum stjórnmálaflokka, sértrúarflokka, þjóð- rembings og fjárgróðamanna. Við erum allir kennarar. Við látum ekki af hinum margvíslegu skoðunum okkar á almennum velferðarmálum, en með tilliti til afstöðu kenn- arans til alþjóða skilnings ætlum við að standa saman eins og einn maður. Við tökum okkur í munn orð hins mikla uppeldisfröm- uðar Horace Mann, er hann lagði hornstein að fyrsta kenn- araskóla Bandaríkjanna. „Við vindum hér fjöður mikils sigurverks, og þegar hún vindur ofan af sér aftur, mun hún hreifa heimsálfurnar“. Með tilliti til köllunar okkar hygg ég, að hér sé ekki talað af of miklu yfirlæti. Eigum við að leita heimsfriðar í speglasölunum, þar sem stjórnmála- garpar tefla hið óhjákvæmilega tafl sitt um völd og yfir- ráð? Eigum við að leita hans á alþjóða-markaði, þar sem þreytt er refskák verzlunar og viðskipta. Stjórnmál og fjármál hafa sín verk að vinna. En ef hugsjón alheims- friðar á að verða að veruleika, þá mun hana að finna á milljónum skólabekkjanna um víða veröld, þar sem hinn óþekkti kennari byggir varnarvirki um friðinn í hug og hjörtum manna.“ Að loknum þessum upphafsfundi var þegar tekið til starfa. Miss Pringle var kosin forseti ráðstefnunnar. Dr, Carr skýrði frá störfum þeirrar undirbúningsnefnd-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.