Menntamál - 01.11.1947, Side 12
138
MENNTAMÁL
Snorri að kennsla þeirra hafi bæði orðið sér til gagns og
ánægju, og meðal annars kveðst hann hafa komizt að raun
um, að litlu kennurunum hafi gengið betur en sér að koma
smábörnunum í skilning um það, sem þeim þótti torskilið.
Jón Þórarinsson, fræðslumálastjóri, spurði ýtarlega eftir
þessum þætti starfsins hjá Snorra og litlu kennurunum
og hafði jafnan hina mestu ánægju af. Sumir þessara litlu
kennara sögðu Snorra síðar, að þá hafi þeir mest lært í
skólanum, er þeir lögðu sig mest í líma við að kenna smá-
börnunum. En skólastjóranum var hins vegar nokkur létt-
ir að kennslu þeirra. Mun þessi nýjung í barnakennslu vera
alveg einstök hér á landi og er vissulega eftirtektarverð.
Önnur nýjung í flokki skólabarna á Flateyri vakti þó
enn meiri athygli. Snorri hafði ekki verið þar nema eitt
eða tvö ár, þegar hann tók upp á því að láta börnin halda
skemmtisamkomu fyrir almenning einu sinni á vetri. Á
samkomum þessum komu þau fram með ýmis skemmti- og
fræðsluatriði, sungu, lásu upp, sýndu hringdansa o. fl.
Heldur uggvænleg mun mönnum hafa þótt þessi uppátekt
skólastjórans, þegar fréttist í fyrsta skiptið, að hann ætl-
aði að láta börnin hafa samkomu fyrir fullorðna fólkið
og annast þar sjálf öll skemmtiatriðin. Menn spurðu hvort
líkindi væru til þess, að nokkur mynd yrði á þessu. En
uggurinn hvarf eftir fyrstu samkomuna. Það var einmitt
mesti myndarbragur á frammistöðu barnanna, og menn
skemmtu sér hið bezta. Vinsælli samkomur voru ekki
haldnar í þorpinu.
Það mátti og til nýlundu teljast, að auk þess, sem eldri
venju var haldið, að börnin læsu morgunbænir með söng
fyrir og eftir, hélt Snorri oft uppi húslestrum á sunnu-
dögum í skólahúsinu, með aðstoð barnanna. Las skóla-
stjóri lesturinn, en börnin sungu jafnan á undan og eftir
og lásu oft sjálf jólaguðspjallið. Þessir húslestrar voru
vel þokkaðir og mjög sóttir af Flateyringum, enda öllum
heimilt að hlýða á þá.