Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL
153
gekk hann sínar eigin götur. Hann leitaði eftir fyrir-
komulagi, sem skynsamlegt væri, eðlilegast og vænlegast
til hins bezta árangurs og lét gamlar venjur og hefðbund-
ið háttalag víkja fyrir þessu, hvar sem það virtist deyfa
áhuga vinnufólksins og verða til trafala. Þegar þurkur
var og þörf var á, lét hann t. d. vinna miklu lengur en
venjulegt var. Og ef verulegt illviðri var, lét hann hætta
þar til upp birti og leyfði þá fólkinu að dansa, ef fram
á það var farið. Þessi frítími frá vinnu var seinna unninn
upp, þegar búinu hentaði bezt.
Þetta mun Snorri einkum hafa gert, þegar hann var
verkstjóri á Hólum í Hjaltadal. Bústjóranum, sem þá
var á Hólum, fannst fátt um þennan nýmóðins sið og leizt
illa á blikuna, þegar fyrir kom, enda þótt illviðri væri, að
fólkið kom heim af engjunum fyrir hættutíma og fór að
dansa um hásláttinn. Talaði bústjóri um þetta við Snorra,
en hann sat fast við sinn keip og lét reynsluna sanna að
verkstjórnarlag sitt væri árangursbetra en gamla lagið,
því að heyfengur varð meiri á Hólum þetta sumar en
áður hafði verið með svipuðum liðstyrk.
Nýbreytni Snorra var á hinn bóginn vel þokkuð af
vinnufólkinu og samkomulag hans við það hið ákjósan-
legasta. Og þessi þrjú sumur lærði hann margt, sem að
gagni kom við annars konar verkstjórn. Mennirnir eru,
þrátt fyrir allt, býsna líkir, og þeir bregðast oftast nær
svipað við sams konar framkomu yfirmanns síns, fyrir-
skipunum og úrskurðum hans, hvort sem um er að ræða
börn eða fullorðna og hvort sem þeir eru við heyvinnu,
bóknám eða barnakennslu. Þess vegna er getan til þess
að stjórna flokki starfsmanna ekki bundin við neitt sér-
stakt verk, heldur tiltæk stj órnandanum við öll verk, sem
hann á annað borð kann sjálfur. Það kemur manni því
ekki á óvart, að Snorri lítur sjálfur svo á, að verkstjórnin
við heyvinnuna hafi orðið sér dýrmæt reynsla og aukið
skilning sinn á ýmsu, sem miklu skipti að kunna tök á,