Menntamál - 01.11.1947, Síða 49

Menntamál - 01.11.1947, Síða 49
MENNTAMÁL 175 Eða þessar myndir: En þú, sem undan ævistraumi flýtur sofandi að feigðarósi, o. s. frv. Sýnist mér l'yrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgaröldum af upp renna vonardagur. . . . eins og lítill lækur, ljúki sfnu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. ... Héðan stálsins steypireyður stingur sér hið fyrsta kaf. .. . hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. Dæmin eru óþrotleg. Það hvílir mikil og þung skylda á herðum kennarastéttar hvers lands að afhenda hinni ungu kynslóð drjúgan arfshluta þessa dýr- lega arfs. Nú virðist svo komið, að börn og unglingar læri hel/t ekki Ijóð nema í skólunum. Því verður ábyrgð þeirra meiri. Sá maður, sem ekki nemur allmörg góð kvæði í uppvextinum, er illa svikinn. Ymsir kennarar bera því við, að börn skilji svo fátt í góðum ljóð- um, að tilgangslaust sé að kenna þeim þau. Við þessu er J>að að segja, að skýringar koma þar að nokkuru haldi, en ]>að er ekki heldur nein hætta í því fólgin að læra kvæði utan bókar, þótt það sé ekki skilið til fullnustu. í fyrsta lagi skilur barnið eitthvað úr ljóðinu, í iiðru lagi er ýmislegt fleira unnið við að la’ra kvæði en að skilja það t. d. liug- blærinn og hrynjandin og í þriðja lagi skýtur skilningnum oft upp, löngu eftir að kvæði hefur verið lært. Hver þekkir það ekki? Er það næsta ánægjuleg uppgötvun. Skyldu mörg okkar hafa skilið hverja kenningu í Vakra Skjóna á barnsaldri? Lærðum við hann samt ekki okkur ,,að gamni og gagni?" Erkibisku'pinn í Jórvík komst svo að orði nýlega í ávarpi: „Það er háðung að tala um feg- urð heimilislífsins og helgi fjölskyldunnar, meðan fjöldi manns verð- ur að lifa við skilyrði, sem banna allt hreinlæti og sómasamlegt líf-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.