Menntamál - 01.11.1947, Side 45
MENNTAMÁL
171
Hér er sýnishorn. Kennarinn skrifar t. d. þessi orð á
veggtöfluna.
1. ) og — ég — þú — við — þið — þetta — þau — það
— hann. Börnin búa til málsgreinar. Pétur skrifar t. d.:
Ég og þú. Við og þið. Þetta eru þau. Það er gott. Hann
kom í gær. Páll skrifar e. t. v. eitthvað annað.
2. ) afi — amma — pabbi — mamma — heimili. —
Afi og amma eru orðin gömul. Pabbi minn heitir Jón.
Mamma mín er alltaf góð við mig. Mér þykir vænt um
heimili mitt. — Kenna þarf undirstöðuatriði merkjasetn-
ingar (a. m. k. um punkt og spurningarmerki) í sambandi
við þetta.
Þá má nota mörg orð annars kafla í sambandi við teikn-
ingu. Kennarinn teiknar á töfluna eða biður börnin að
teikna hlutina, sem t. d. þessi orð tákna: skál, bolli, skeið,
spónn, hnífur, gaffall — og skrifa orðin fyrir neðan hverja
mynd. —
Stafsetningaræfingar bókarinnar má nota á ýmsa vegu,
og hafa kennarar auðvitað um það frjálsar hendur. Ég
skal nefna þær aðferðir, er ég mæli með:
1. ) Börnin skrifa á veggtöfluna, eitt eða tvö í einu að
vild kennarans. Hin börnin skrifa í stílabækur sínar. Þetta
má nefna töflustíla. Kennarinn lætur þau börn, er sjá vill-
ur á töflunni, rétta upp hönd.
Villur allar leiðréttar bæði á töflunni og í stílabókunum.
Kennarinn tekur síðan stílana og athugar þá. Ræðir nið-
urstöður í byrjun næsta réttritunartíma.
2. ) Börnin keppa á veggtöflunni — (töflustíll). Annað
hvort keppa kynin (drengir og stúlkur) eða skipt er liði
líkt og gert er í boltaleik og bændaglímu. (Börnin kjósa
foringja, varpa hlutkesti um, hvor kjósi fyrst). Villur leið-
réttar og skrifaðar hjá foringjunum. (Gert upp, t. d.
eftir mánuð. Þá skipt liði að nýju).
3. ) Lesið fyrir. Börnin skrifa í stílabækur sínar.
4. ) Skrifaðar heima (t. d. einu sinni í viku) ákveðnar