Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL 161 ugur kennslu hans og átt hefur sex börn, sem öll hafa verið í skóla hjá honum, hefur komizt svo að orði, að Snorri sé óviðjafnanlegur kennari, sem mótað hafi með krafti sínum margan nemanda sinn. Bæði þessi ummæli og öll kynning mín af Snorra benda á, að hann sé afbragðs kennari. Hann hefur gáfur og þekking, einurð og viðbragðsflýti til úrræða og andsvara, glaðlyndi, hlýju og hrifnæmi og allt eðli til þess að gera kennslustund hrífandi og árangursríka. En hitt þekki ég að nokkru af eigin reynd, enda fer það varla fram hjá neinum, sem kynnist honum að nokkru ráði, að hann hefur skipulagsgáfu og stjórnarhæfileika í ríkum mæli, ódrep- andi dugnað og brennandi áhuga, sem blásið getur lífi í hvert málefni, kveikt í hverju dauðyfli og hert og stælt hálfvolga og deiga. Mun vandfundinn maður á landi hér, er jafnast á við hann að þessu leyti. Snorri hefur aldrei sofið á verðinum. Hann hefur verið sívökull um skólamál, farið fjórum sinnum utan og jafn- an komið aftur að landi með eitthvað nýtt, sem hann hefur fært að einhverju leyti í íslenzkan búning og reynzt hefur hérlendis til bóta. Hann hefur ekki verið gleyp- gjarn á hverja nýjung en jafnan boðið til vistar með sér því, er honum sýndist að verða mætti skólastarfinu til vegsauka og frama, og honum hefur lánazt að leiða það til sætis án uppsteyts og ýfinga. Skólastarfið hefur orðið sjálfum honum og öðrum hamingjustarf. En eins og kunnugt er, hefur Snorri ekki látið sér nægja að leysa af hendi ágætt skólastarf, heldur komið víðar við sögu, þótt þess hafi að litlu eða engu verið getið hér. En það má óhætt fullyrða, að hvort sem honum hefur verið falin heyverkun eða síldarverkun, forsjá sveitamála eða kennslumála, þá hefur hann engu sinni svikið það, er honum var til trúað, heldur þokað hverju verkefni feti framar en það var á vegi statt, er honum var fengið það í hendur.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.