Menntamál - 01.11.1947, Síða 18

Menntamál - 01.11.1947, Síða 18
144 MENNTAMÁL Hið næsta, sem Snorri lét gera, var að númera öll borð- in, er þau höfðu verið skinnuð upp. Og þegar skóli hófst, fékk hvert barn sitt borð með ákveðnu númeri, er skrifað var hjá því. Skyldi hvert barn jafnan nota sitt borð í skólanum og bera ábyrgð á meðferð þess. Varð nú auð- sætt, hvernig sérhver fór með sitt borð, enda var fylgzt með því af mikilli gaumgæfni. Fyrstu 3—4 árin mun aldrei hafa liðið svo dagur, að Snorri kæmi ekki í nokkrar af kennslustofunum til eftir- lits og hvatningar, einkum þar sem hætta var mest á skeytingarleysi eða sleni. Að loknu starfi á laugardögum kom hann í hverja einustu stofu, skoðaði hvert borð og skrifaði því næst eitthvað á töfluna og gat þar þeirra borða, sem vitni báru um, að meðferðinni væri að ein- hverju leyti ábótavant, en lofaði hins vegar hirðusemi og umgengni, ef allt var í bezta lagi, og hvatti til áframhald- andi sóknar á þeirri braut. Var mikil eftirvænting í börn- unum á mánudagsmorgnum að sjá, hvað á töflunni stæði. Með þessu stöðuga eftirliti og öðru fleira skapaðist smám saman og furðu fljótt, svo sterkt og eindregið almennings- álit í skólanum, að eftir þessi fyrstu ár og enn í dag dettur varla barni í hug að skemma borðið sitt eða nokkurn ann- an hlut í skólanum. Það má t. d. telja til viðburðar innan veggja skólans, að barn brjóti snaga, sem oft vilja þó týna tölunni í skólum. — Löngu áður en Snorri gerðist skólastjóri á Akureyri var honum orðið ljóst, hve geysimikið veltur á því fyrir starfsárangur, stjórn ogaga í skólum, að gott samkomulag sé milli þeirra og heimila barnanna. Hann hófst því skjót- lega handa um það á Akureyri að haldnir væru vel skipu- lagðir fundir með foreldrurn skólabarnanna og kennurum skólans. Þessir fundir voru nefndir foreldrafundir, og hefur Snorri látið svo um mælt við höfund greinar þessar- ar, að þeir hafi stórbætt fyrir skólanum og mörgu bjargað frá böli á hernámsárunum.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.