Menntamál - 01.11.1947, Side 21
MENNTAMÁL
147
kennslu er lokið og í henni er bókasafnið. Var það alger-
lega Snorra verk að koma upp þessu safni í skólanum, því
að enginn vísir þess var til, er Snorri tók við 1930. Þá
er og annað bókasafn í skólanum, nefnt Útlánasafnið, og
eru nú í því um 200 bindi, en 1930 voru þar 34 bindi.
Loks hefur Snorri látið kaupa gríðarmikið af „lesflokk-
um“ svonefndum, og eru 34 bækur í hverjum flokki, en
flokkarnir voru 1944 um 90 alls. Þetta lesflokkasafn er
ætlað til lesturs í kennslustundum, því að lesbækur ríkis-
útgáfunnar eru allt of lítið lestrarefni. Á seinni árum
hefur skólinn því jafnan haft afar fjölbreytt lesefni handa
nemöndum sínum.
Pjár til þessara bókakaupa aflaði Snorri með þessum
hætti:
Árið eftir að hann tók við skólastjórn á Akureyri fékk
hann skólanefndina til þess að leggja fram eina lcrónu á
hvert skólabarn í því skyni, að því yrði varið til bóka-
kaupa. Ritaði hann síðan í blöðin um bókaþörf barna og
lesefni og kvaðst mundu fara þess á leit, að hvert barn
legði árlega fram eina krónv. til þess að bæta úr þessari
þörf. Þessu var ágætlega tekið af foreldrum og aðstand-
endum barnanna og hækkuðu þeir fjárhæðina síðar um
helming svo að eftir það hafa jafnan komið frá hverju
heimili tvær krónur til bókakaupa. Þannig hafa söfnin
orðið til, og er þetta gott dæmi um ráðsnilli, árvekni og
dugnað skólastjórans.
Síðan 1932 hefur komið út við og við blað á vegum
Akureyrarbarnaskólans. Þetta skólablað nefnist „Boðber-
inn“, og hefur hann jafnan verið sendur inn á heimili barn-
anna. Hann hefur alltaf verið vélritaður, nema hvað jóla-
blöðin hafa verið prentuð nú síðustu árin. „Boðberinn“
hefur flutt fjölda fræðandi greina og upplýsinga um upp-
eldisfræðileg efni, auk frétta af skólastarfinu, sem að
sjálfsögjðu hafa alltaf verið í blaðinu. — Þá hafa börnin
margoft gefið út einstök smáblöð í skólanum og selt þau