Menntamál - 01.11.1947, Side 13
MENNTAMÁL
139
Flateyrarskólinn mun hafa verið sérstæður um fleira
en það, sem nú var nefnt, og var jafnan í honum gróandi
líf í kennslustundum og starfi. Hafa Flateyringar aldrei
gleymt því uppeldis- og menningarstarfi, er skólastjóri
þeirra vann á þessum árum, en alltaf verið að senda hon-
um gjafir og góðar kveðjur. 0g þegar þeir fréttu 1930, að
brottför hans stæði fyrir dyrum, komu þeir með svohljóð-
andi skjal, er þeir höfðu undirritað.
„Þar sem vér vitum, að þér hafið í hyggju að flytja
héðan búferlum, viljum vér undirritaðir taka það fram,
að vér álítum sveitarfélagi voru ómetanlegt tjón að missa
yður frá skólanum og öðrum störfum og viljum því, án
þess þó á neinn hátt að standa í vegi fyrir framtíð yðar,
mælast fastlega til þess, að þér hverfið frá þessari fyrir-
ætlun yðar og lofið oss, eins og hingað til, enn að njóta
starfshæfileika yðar og óþreytandi áhuga.“
IV.
SICÓLASTJÓRN Á AICUREYRI.
Árið 1930 hvarf Snorri frá Flateyri og tók þá um haustið
við stjórn barnaskólans á Akureyri. Hafði fræðslumála-
stjóri beðið hann þess og f jöldi Akureyringa skorað á hann
að taka að sér þetta starf.
Það hefur jafnan farið sæmdarorð af skólastjórn Snorra,
frá því að hann hóf það í átthögum sínum og fram á
þennan dag. Má nokkuð marka það, hversu tekizt hefur
til með unglingafræðslu hans, af umsögn Páls Bergsson-
ar, sem fyrr getur, en af áskorunarskjali önfirðinga
hvern orðstír hann gat sér hjá þeim. En langmest frægðar-
°rð hefur þó farið af stjórn hans á barnaskólanum á
Akureyri, enda voru þar verkefni og svifrúm stærri. Hefur
skólastjórnin og árangur kennslunnar þar vakið athygli