Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 28
154
MENNTAMÁL
þegar stjórna skal stórum barnahóp og mörgum kenn-
urum í skóla. —
Hitt atriðið, sem bent skal á, er sú staðreynd, að sumir
menn eru fæddir með eðli stjórnanda.
Spekingurinn Emerson segir í ritgerð sinni um skap-
gerð, að til séu menn, sem stærri séu en allt, sem þeir
hafi af hendi leyst. Mestur hluti afls þeirra sé hulinn,
„eins konar varaforði kraftar, sem verkar beint og milli-
liðalaust á þá, sem í návist mannsins eru.“
Svipað er að segja um kraft þeirra manna, er stjórn-
semi er í blóðið borin. Góður stjórnandi stýrir mönnum
sínum ekki fyrst og fremst með orðum og gerðum, heldur
með einhvers konar orkuútstreymi, sem gagntekur þá
og vekur hjá þeim traust og virðingu, svo að þeim verður
ljúft að láta að vilja hans og þykir sjálfsagt að hlýða
boði hans og banni. Sá, sem fer með stjórn og mannafor-
ráð sér til sæmdar og prýði, getur eflaust látið í té nokkr-
ar haldkvæmar stjórnsemi-reglur. En það, sem honum
er mikilvægast við stjórnarstarfið, hið hulda, dularfulla
afl, sem verkar beint og milliliðalaust, það getur hann
ekki látið af hendi og ekki sett fram í orðum öðrum til
eftirbreytni. Listin sú, að láta stjórnartaumana leika sér
í hendi, er að miklu leyti meðfædd en ekki áunnin. Sumir
velgefnir menn og lærðir geta aldrei haldið uppi aga í
kennslustund. Hjá öðrum kemur aginn af sjálfu sér og
fyrirhafnarlaust að mestu eða öllu leyti.
Snorri Sigfússon hefur eflaust fengið stjórnandaeðli
í vöggugjöf. Og þó að skólaheill hans og óvenjugóður
starfsárangur standi mörgum fótum, þá mun samt með-
fæddur hæfileiki til verkstjórnar og mannaforráða ekki
eiga minnsta þáttinn í því, hversu vel honum hefur farn-
azt ævistarfið.
Nú skal í fáum orðum benda á helztu einkenni skóla-
starfshátta og stjórnar Snorra Sigfússonar samkvæmt
því, sem hér að framan segir: