Menntamál - 01.11.1947, Side 32

Menntamál - 01.11.1947, Side 32
MENNTAMÁL 158 2. Hið ytra fyrirkomulag fræðslumálanna í hreppnum og skynsamlegustu framtíðarúrræðin. 8. Hið innra starf: kennslutækin, móðurmálsnámið. hinn þjóðlegi og andlegi þáttur í starfinu, agi og þýðing hans, bókhald skólanna, mælingar barnanna, sparifjárstarfsemi í skólum, vín og tóbak og loks nauðsyn á samstarfi heimila og skóla . . . Þegar öllum þessum fundarhöldum var lokið, ritaði ég öllum kennurum á svæðinu bréf til áréttingar og leið- beiningar, minntist á námsefni skólanna, hver tök á því væru skynsamlegust og á hvað bæri að leggja mesta áherzlu o. s. frv. Fann ég greinilega í vetur, þá er ég heimsótti skólana, að fundahöldin og bréfið höfðu gert gagn. Þessu næst var að heimsækja skólana, kynnast starfi þeirra og aðbúnaði. Hóf ég það starf í desember 1941. Varð niðurstaðan sú, eftir ítarlega athugun, að jafnframt því að kynnast aðbúnaði skólanna og þeim brag, er þar ríkti, skyldi einnig grennslast um getu barnanna í hinum þýðingarmestu atriðum námsins s. s. móðurmáli, reikningi o. fl., og til þess að byrja ekki á neinu óviðráð- anlegu, ákvað ég að prófa aðeins 2 elztu árgangana, 12 og 13 ára börnin. Voru svo verkefni sniðin eftir því, að vísu mjög létt, en þó með hliðsjón af fullnaðarprófi við lok skólaársins. Jafnframt var verkefnum hagað þann- ig, að ögn mætti grilla í sambandið milli greindar barns- ins og þeirrar kunnáttu, er skólinn hafði veitt, og á því marka nokkuð starf hans. Hafði ég á þessu fast form þegar frá byrjun, þannig: Fyrst lét ég börnin lesa nokkrar mínútur, spurði nokk- uð um mál og grennslaðist eftir skilningi á efni. Þá var skrifaður stuttur stíll og reiknuð nokkur létt dæmi. Þessu næst grennslaðist ég eftir, hvað þau kynnu af ljóðum, þekktu af skáldum og rithöfundum, hvað þau kynnu að syngja, hvað þau kynnu af málsháttum, spakmælum,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.