Menntamál - 01.11.1947, Síða 44

Menntamál - 01.11.1947, Síða 44
170 MENNTAMÁL FRIÐRIK HJARTAR: Stafsetning og stílagerð. Ríkisútgáfa námsbóka mun í haust (eða f. hl. vetrar) gefa út fyrir barnaskóla námsbók, er ég hef tekið saman og nefni: Stafsetning og stílagerð. Má skoða það, er hér verður ritað um væntanlega bók, sem eins konar —formálsorð, sem birt eru hér í samráði við útgáfustjórnina. Ég hef gert tilraun til að skipuleggja stafsetningar- kennsluna, þ. e. ákveða, hvað kenna skuli hverjum aldurs- flokki. Kalla ég þetta: Námsskrá í stafsetningu ogstílagerð. Er efnisniðurröðun bókarinnar í samræmi við náms- skrána, að svo miklu leyti sem fært er. Ég tel sjálfsagt að láta 7—8 ára börn læra utan bókar t. d. 3—4 algeng og auðveld orð á dag, og orð, er þau nota oft, þótt erfitt sé að stafsetja sum þeirra rétt. Aðalatriðið er, að fara hægt og festa rétta sjónmynd hvers orðs nógu rækilega. Sé það gert, er alveg óhugs- andi, að 12—13 ára börn skrifi þaug og þettað — o. fl. svipaðar ritleysur. — Orð I. kafla eru aðeins sýnishorn — (og svo er um flest eða allt í bókinni). Kennararnir bæta við eftir geðþótta og þörfum, (a. m. k. í 8 ára bekkjum). Þar sem tekin eru 5—10 orð (eða fleiri) í senn og börnin látin skrifa. í 9 ára bekkjum (sbr. II. kafla) eru orðin notuð á ýmsa vegu, skrifuð, ýmist heima eða á veggtöfluna. Þá má láta börnin búa til stuttar setningar og málsgreinar, þar sem þau nota orð, er kennarinn ákveður, eitt eða fleiri í hverja málsgrein — og ýmis önnur (orð) að auki. Má nota bæði orð úr I. og II. kafla að vild á þennan hátt.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.