Menntamál - 01.11.1947, Side 14
140
MENNTAMÁL
og aðdáun, bæði innlendra og erlendra manna, og varla
mun nú dregið í efa í flokki þeirra, er til þekkja og satt
vilja segja, að um fyrirmyndarskóla og sterka áhrifastofn-
un sé að ræða, þar sem Akureyrarskólinn er. Skal nú til
stuðnings þessum orðum geta álits og umsagna nokkurra
merkismanna í þessu efni.
1. Tilvitncmir.
Nálægt miðjum fjórða tug þessarar aldar átti ég tal
um skólamál við einn af þekktustu borgurum Akureyrar-
bæjar. Skólastjórn Snorra Sigfússonar bar þá meðal ann-
ars á góma. Sagði borgari þessi, að bærinn hefði beinlínis
breytt um svip, síðan Snorri hefði tekið við skólanum.
Börn hvers bæjar ættu jafnan býsna mikinn þátt í svip
hans, og væri Akureyri þar engin undantekning. Það, sem
nú kynni að mega finna að bæjarbragnum á Akureyri, væri
ekki börnunum þar að kenna. Hlutur þeirra væri bænum
til sóma og það ættu þau Snorra manna mest að þakka.
Honum hefði tekizt að móta þau svo, að furðu þætti gegna,
og myndi umgengni í skóla hans, kurteisi og háttprýði
barnanna nokkuð einstök í sinni röð, en annar námsárang-
ur yfir höfuð í bezta lagi.
1 júní 1935 skrifaði ,,Bæjarbúi“ grein í „Dag“ um um-
gengnina í barnaskólanum. Þar segir svo meðal annars:
„Barnaskólahúsið hér er 5 ára gamalt .. . Mörg hundr-
uð börn njóta þar kennslu ár hvert ... Það er ekki hægt
að sjá á því, að þarna hafi mörg hundruð börn gengið
um í fleiri ár. Málning á veggjum er hvergi nudduð, snag-
ar á göngum hvergi brotnir, borð og annar húsbúnaður
sést hvergi rispaður . .. Aðkomumaður, sem skoðar skóla-
hús bæjarins, mun fá þá hugmynd um bæinn, að hann sé
óvenjulegur hirðu- og menningarbær. En það álit má bær-
inn í þessu tiliti þakka kennurum skólans, og þá fyrst og
fremst hinum óvenju duglega og áhugasama skólastjóra,