Menntamál - 01.11.1947, Síða 42

Menntamál - 01.11.1947, Síða 42
168 MENNTAMÁL félagsins væri meira komin undir því hvað félagið starf- aði, en því, hvernig það væri stofnsett. Því var það, að það tók sér fyrir hendur fimm stórfengleg verkefni, og tók ein þjóð að sér forustu hvers um sig. 1. Aðþjóða tungumál (Sviss). 2. Kennara- og nemendaskipti milli landa (Skotland). 8. Félagsfræðileg málefni nútímans (Bandaríkin). 4. Útbreiðsla lestrarkunnáttu (Kína). 5. Kennsla í heilbrigðisháttum (England). Hverjum meðlimi félagsins er boðið að velja eitt eða fleiri af þessum viðfangsefnum og leggja þar til málanna, og senda þeirri þjóð, sem um það fjallar fyrir 1. febrúar n. k. Allar tillögur eiga svo að vera komnar til framkvæmdar- stjórans fyrir 1. maí. Síðan á hann að vinna úr þessu og hafa útbýtt öllu til allra félaga fyrir 1. júlí n. k. Sunnudaginn 10. ágúst fóru menn til kirkju að morgn- inum. Sunnudagshelgin er vel rækt í Skotlandi. Síðdegis voru fulltrúar boðnir á heimili ýmissa í borginni. Ég var gestur herforingja, Graham að nafni. Gekk hann í þjóð- búningi Skota. Heimili hans var í útjaðri borgarinnar. Þar átti hann einbýlishús með garði í kring. Það var búið hvers konar þægindum, og áttu margir gripir sér þar langa sögu. Mr. Graham er mjög norrænn í anda, vissi mikið um ísland. Var það skemmtun okkar að bera saman ýms orð í háskozku og íslenzku, og var skyldleikinn oft mikill, og oft stórum meiri en milli enskra og íslenzkra orða. Mánudag 11. ágúst störfuðu tvær nefndir, önnur fjallaði um fjármál félagsins en hin um val starfsmanna. Voru störf þeirra rædd á sameiginlegum fundi þriðjudag 12. ágúst. Þótti nú flestum dr. William Carr sjálfsagður í forsæti félagsins vegna mikils áhuga og vel heppnaðra starfa allt frá upphafi. Mr. Snow og fleiri stungu upp á því að for- sæti ætti að skipa maður, sem þekktur væri víðar en í

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.