Menntamál - 01.11.1947, Síða 46
172
MENNTAMÁL
æfingar, orðréttar og stafréttar upp úr bókinni og eins
vel og börnin geta. Gefin einkunn fyrir vandvirkni eða
frágang (ágætt — prýðilegt — gott — dágott — sæmilegt
— o. s. frv.) Skrifað í sérstakar stílabækur. — Þetta á við
allar æfingar bókarinnar, þar sem ekki er tekið fram,
hvernig leysa skuli af hendi.
Ég ætlast til, að æfingar bókarinnar séu teknar í þeirri
röð, sem þær eru. — Verkefni nota kennarar, þegar þeim
finnst þau muni hæfa bezt þroska nemenda sinna. Bundnir
myndastílar eru ágætir til að kenna börnunum að mynda
málsgreinar og semja. Má haga þeim á marga vegu. í bók-
inni eru sýnishorn 1. og 2. stigs, þ. e. léttustu stigin, þar
sem nemendunum er hjálpað mest. Síðan má smáþyngja
myndastílana með því að hafa þá frjálsari og loks óbundna,
þar sem ákveðin mynd er hengd upp og börnunum sagt
að lýsa henni, skrifa um hana (12 ára börn). —
Aðalatriði stafsetningarkennslu barna er að koma í
veg fyrir, að þau skrifi rangt. Með þetta aðalmarkmið í
huga er bókin samin. —
Sjónminnið verður að hjálpa yngri börnunum, en skiln-
ingurinn þeim eldri. — Og skilningur á lögmálum núgild-
andi stafsetningar fæst með málfræðinámi. Því er sjálf-
sagt að láta það (málfræðinámið) styðja stafsetningar-
námið. Vona ég, að þetta sjónarmið verði augljóst þeim,
er bókina nota. — Margir ætla, að stafsetningarnám hljóti
að vera mjög leiðinlegt fyrir börn. Slíkt þarf ekki að vera,
sé þess gætt, að beita mismunandi aðferðum til skiptis
og skapa þannig fjölbreytni. Vil ég að lokum benda á
þessar kennsluaðferðir:
1. Einstök orð skrifuð upp, notuð til að mynda máls-
greinar og í sambandi við teikningu.
2. Töflustílar. Ýmist keppni eða ekki keppni. (Skrifað
jafnframt í stílabækur.)
3. Lesið fyrir. ((Skr. í stílabækur).
4. Skrifað heima upp úr bókinni — frágangsstílar —