Menntamál - 01.11.1947, Side 10

Menntamál - 01.11.1947, Side 10
136 MENNTAMÁL muni hann gleyma þeim ugg, er gripið hafi sig, þegar þau hjónin hafi steypt sér niður í þessa klettagjá, sem Önundar- fjörðurinn virðist vera, þá er komið er á vesturbrún Breiða- dalsheiðar. En teningunum var kastað. Þarna var hann kominn, og þótti honum sem örlög hefðu nú borið hann af leið. Ekki flaug honum þó í hug neitt undanhald frá því að steypa sér niður í gjána, en hins vegar vöktust nú upp fyrir honum orð og aðvaranir ýmissa vina hans og frænda í Svarfaðardal, sem lagzt höfðu mjög í móti því, að hann færi þaðan og þó miklu mest gegn hinu, að hann flytti til fjarlægs landshluta. Mátti nú virðast svo sem þeir hefðu haft á réttu að standa. En seinna kveðst Snorri hafa orðið hamingjunni þakklátur fyrir, að svo réðist um starf hans, sem nú var sagt, og hafi sig aldrei iðrað þess, að hafa farið til Flateyrar. Snorri var skólastjóri á Flateyri frá 1912 til 1930, að einum 7 mánuðum undanteknum, er hann réðist til Akur- eyrar haustið 1929, þegar Steinþór Guðmundsson hvarf frá skólanum. Flateyri var lítið þorp, er Snorri kom þangað, eitthvað um 200 manns, og mun þar aldrei hafa orðið fleira fólk en 300 í hans tíð. Börn á skólaaldri voru á þessum árum fæst 26, en flest um 40. Snorri var því einn við skólann að fráskildum tveim vetrum, er hann fékk aðstoðarkenn- ara. Alla hina veturna kenndi hann allar námsgreinar sjálf- ur, nema handiðju kvenna. Áhugi hans var einstakur og kennslustundirnar ótaldar. En þó mun mega fullyrða, að hann hafi aldrei kennt færri stundir en 36 á viku sam- kvæmt stundaskrá fyrir utan alla aukatíma, er hann hafði með börnunum. Og auk kermslunnar við barnaskólann kenndi hann svo unglingum meira og minna, nálega hvern vetur, sem hann dvaldi á F'lateyri. Þá hafði hann og um mörg ár leikfimisflokk, er hann kenndi. Og til söngkennslu almennings varði hann miklum tíma öll árin vestra: stjórn- aði söngflokk karla og kvenna flest árin, en stundum hafði

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.