Menntamál - 01.11.1947, Síða 23
MENNTAMÁL
149
þar í landi. Þegar hann kom heim um haustið og
skóli hans tók til starfa, lét hann einn kennarann,
Hannes J. Magnússon, hefja vinnubókakennslu í ein-
um bekk í tilraunaskyni og hafði sjálfur náið eftirlit
með henni. En til þess að forðast allan misskilning, kallaði
hann saman til fundar foreldra þá, er áttu börnin í bekkn-
um og skýrði nýbreytnina fyrir þeim. Þessum bekk hélt
svo skólastjóri samstæðum í 2 ár. Börnin höfðu unnið af
kappi og við lok seinna vetrarins var sýning haldin á
vinnubókunum, sem þóttu mjög merkilegar og vöktu þá
mikla eftirtekt, bæði á Akureyri og í Reykjavík á alls
herjar skólasýningu 1935.
Eftir þessa tveggja ára reynslu um notkun vinnubóka
voru svo valin úr þau atriði og aðferðir, er sýnt höfðu
og sannað gildi sitt og góðan árangur, en öðru hins vegar
sleppt. Var síðan þessum vinnubrögðum dreift um allan
skólann, og hafa þau komið að góðu haldi, enda verið
sannprófuð í upphafi svo sem unnt var, og hefur þar með
tekizt að sneiða hjá skerjum, sem að öðrum kosti gátu
unnið tjón, því að vinnubókanotkun án mestu gaumgæfni
og vakandi prófunar og dómgreindar kennara, mun geta
orðið hinn mesti hégómi og ónýti. —
Þá þykir og rétt að geta þess hér, að það var skólastjóri
Akureyrarbarnaskólans, sem fyrstur manna hófst handa
um söfnun fjár handa nauðstöddum börnum á Norður-
löndum undir nafni íslenzkra skólabarna. í nóv. 1943 skrif-
aði hann foreldrum skólabarnanna um málið og skýrði
það fyrir þeim. Jafnframt ræddi hann um það við börnin
í skólanum. Foreldrarnir tóku málinu vel, og börnin urðu
upp til handa og fóta að fara að vinna fyrir málið þegar
í stað. Tóku þau að búa til ýmiss konar muni og sýndu af
sér hinn mesta dugnað og stundum furðulega hugkvæmni.
Loks kom þar, að þau opnuðu ,,basar“, hlaðinn alls konar
munum eftir þau sjálf og seldu þar fyrir um 6000 krónur.
Og mar£u fleira unnu þau fyrir málið.