Menntamál - 01.11.1947, Side 36

Menntamál - 01.11.1947, Side 36
162 MENNTAMÁL STEINGRÍMUR ARASON: Stofnfundur AlþjóSasambands uppeldis- og menningarmála. Þriðjudaginn 7. ágúst 1947 var fyrsti fundur sam- komunnar haldinn í salarkynnum fræðsluráðs Glasgow- borgar. Mr. W. Barry forseti uppeldismálafélags Skot- lands setti fundinn kl. 10. Hann bauð fulltrúa velkomna og nefndi sérstaklega Dr. Carr aðalframkvæmdastjóri Alþjóðasambands uppeldis- og menningarmála. Þá minntist hann og á herra Snow, forseta uppeldismálafélags Ameríku, sem hefði unnið gott verk eftir fyrra heimsstríðið með því að stofna al- þjóðasamband wppeldismálafélaga og hefði eftir síðara heimsstríð stutt að myndun Alþjóðasambands uppeldis- og menningarmála, sem hér væri nú að hefja stofnfund sinn. Þá talaði borgarstjóri Glasgow-borgar. Hann bauð menn velkomna og sagði, að Glasgow með fjórðung skozku þjóð- arinnar væri rétti staðurinn til þess að halda svona sam- komu. Hann kvaðst trúa því, að mikill og góður árang- ur yrði af þessari stofnun. Fólkið í heiminum ætti heimt- ingu á að fá að vita hvað væri að gerast í nútíð, og hvað væri framundan, og engin stofnun væri betur til þess fallin en samband kennara, að sjá um að menn fengju að vita sannleikann í hverju máli. Hann kvað afstöðu Skot- lands til uppeldismála bezt lýst með því að minna á, að þótt þjóðin öll væri ekki nema fimm milljónir, ætti hún þó

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.