Menntamál - 01.11.1947, Síða 40

Menntamál - 01.11.1947, Síða 40
166 MENNTAMÁL ar, sem kosin var í Endicott í Bandaríkjunum, árinu áður. Hann var framkvæmdarstjóri hennar. 1. Bréf höfðu verið rituð til kennarafélaga um víða veröld viðvíkjandi þátttöku í W. 0. T. P. og umsögn um frumvarp það til félagslaga, sem samið hafði verið í Endicott. 2. Yfir 60 ritgerðir um W. 0. T. P. höfðu birzt í tíma- ritum kennarafélaga, sem fulltrúa áttu í Endicott sumarið 1946. 3. Bæklingur var sendur öllum fulltrúum frá Endicott varðandi uppeldismál sameinuðu þjóðanna o. fl. 4. W. 0. T. P. sendi Dr. Carr sem fulltrúa á fyrstu aðal- samkomur Unesco í París í nóvember 1946. 5. Undirbúningsstarf hefur verið hafið til þess að koma á föstu sambandi milli W. 0. T. P. og sameinuðu þjóð- anna og Unesco. 6. Fréttabréf voru samin og send yfir 200 vinum W. 0. T. P. 7. Spánskar og franskar þýðingar af bráðabirgðalög- um félagsins voru sendar til ýmissa staða. 8. Bók samin um gerðir ráðstefnunnar í Endicott og út- býtt víða um lönd. Þar voru þýðingar af ræðum allra fulltrúanna. 9. Framkvæmdastjóri félagsins var sendur sem full- trúi á ráðstefnu sameinuðu þjóðanna, er fjallaði um ópólitískar alþjóða stofnanir. 10. 1 júlí 1947 höfðu kennarasambönd 16 þjóða athugað og samþykkt frumvarp það til laga W. 0. T. P., sem samið var í Endicott 1946. Þá samþykkti undirbún- ingsnefndin að boða til fundar í Glasgow 7.—13. ágúst 1947. 11. Öllum, sem þegar höfðu gengið í félagið, var boðið að senda fulltrúa, og öðrurn, sem höfðu verið í Endicott áheyrnarfulltrúa. 12. Tillög, sem félaginu höfðu áskotnazt, námu 958,50 $.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.