Menntamál - 01.11.1947, Síða 41
MENNTAMÁL
167
N. E. A. sem annazt hafði öll störf félagsins gaf allan
kostnað af þeim, sömuleiðis áðurnefnda bókarútgáfu.
Þá voru lesnar og samþykktar upptökubeiðnir alþjóða-
kennarafélaga 16 þjóða og auk þess 6 fylkisfélaga í Ame
ríku. Þjóðirnar voru: Kanada, Kína, Tékkóslóvakía, lýð-
veldið á Haity, Grikkland, Luxemburg, Norður-írland,
Pólland, Sviss, Skotland, Brasilía, Bólivía.
Þá skiptu menn sér niður í nefndir:
A-nefnd til þess að ræða lög og aukalög félagsins, og
einnig, hvar aðalstöð félagsins skyldi vera.
B-nefnd til þess að ræða fyrirhuguð störf félagsins.
Föstudaginn 8. ágúst stóðu nefndarfundir mestallan
daginn og einnig fyrri hluta næsta dags. En eftir hádegi
komu allir á sameiginlegan fund til þess að ræða störf
nefndanna.
Fundurinn vottaði N. E. A. þakkir fyrir að gefa allan
kostnað við störf félagsins um heils árs skeið.
Þá var samþykkt einróma, að félagið skyldi hafa bæki-
stöð sína í Washington næsta ár. En auk þess Evrópu-
miðstöð í Edinborg. Getið var þess til, að í framtíð mundi
verða deild með skrifstofu í hverri álfu heimsins.
Þá voru lög og —aukalög félagsins rædd og samþykkt
með ýmsum smábreytingum. Ákveðið var að taka lögin
til rækilegrar endurskoðunar árið 1949.
Sérstök nefnd var kosin til þess að vinna með Unesco
að hjálp í stríðslöndunum.
Þá var rædd samvinna og samband við Unesco. Var uppi
mikil ósk um, að W. 0. T. P. yrði hluti af Unesco, eins
og bandalag vísindamanna er þegar orðið. Herra Gros, sem
var starfsmaður í félagsmáladeild sameinuðu þjóðanna,
frakkneskur að ætt, sýndi mikinn áhuga á störfum W.
O. T. P. og var þessu máli mjög fylgjandi, og sömuleiðis
dr. Kuo Yu-Shou áheyrnarfulltrúi frá Unesco. Hann er
Kínverji.
Sú hugmynd kom greinilega fram, að framtíðarheill