Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 20
146
MENNTAMÁL
og kennurum að skyldu, ef snurða hljóp á þráðinn milli
þeirra og barnanna, að heimsækja foreldra þeirra, og
brást þá ekki, að snurðan var strokin af.
Þessar og þvílíkar tilraunir til samstarfs og samstill-
ingar uppeldisáhrifa heimila og skóla munu, er þær hóf-
ust við barnaskólann á Akureyri, hafa verið nokkuð sér-
stakar á vettvangi íslenzks skólastarfs, hvað sem nú kann
að mega segja. En án þessara tilrauna mundi skólinn ekki,
að dómi skólastjóra, hafa áorkað til umbóta og farsældar
ýmsu því, er helzt hefur vakið eftirtekt manna á seinni
árum.
Þegar á fyrsta ári Snorra við Akureyrarskólann lét
hann stofna í 4 efstu bekkjunum svonefnd bekkjaráð, og
hafa þau verið starfandi nálega óslitið síðan 1930. Hver
þessara bekkja hefur sitt ,,ráð“, en í hverju ráði eiga sæti
3 börn, kosin til eins mánaðar í senn. Þessi bekkjaráð
eiga að aðstoða við alla stjórn, og á hvert um sig að vera
eins konar fulltrúi bekkjar síns og bera ábyrgð á fram-
komu hans. Var í aðstoð þessara „ráða“ fólgin mikil og
margháttuð hjálp fyrir kennarana, einkum framan af
árunum meðan verið var að ná fullu taumhaldi og tökum
á skólanum. Að vísu reyndust ekki öll bekkjaráðin jafn
vel, enda eru börn, eins og eðlilegt er, misjafnlega vel
fallin til forráða, en oft komu fram ágætir forustuhæfi-
leikar og voru þeir þá notaðir óspart af skólastjóra og
kennurum.
Á ýmsa aðra vegu lét Snorri börnin taka þátt í stjórn
skólans með kennurunum og reyndist það oft þeim mun
betur sem þeim var trúað fyrir meiru. Má t. d. þenda á
það, að börnin hafa til skiptis oft og mörgum sinnum að
öllu leyti séð um lesstofu skólans og bólcalán, og verið svo
hljóð við þetta starf, að heita má að þar hafi hvorki heyrzt
hósti né stuna, þótt stofan væri full af lesandi börnum.
Þessi lesstofa hefur verið til notkunar börnunum um
áratug. Er ein kennslustofan gerð að lesstofu eftir að