Menntamál - 01.11.1947, Síða 30
156
MENNTAMÁL
þótt Snorra Sigfússyni hafi mörgum fremur tekizt að
ná afbragðs stjórn og æskilegum árangri í skólastarfi
sínu.
V.
NÁMSTJÓRN.
1 lögum um fræðslumálastjórn frá 19. maí 1930 var
ákveðið, að kennslueftirlit skyldi vera við barnaskóla
landsins. Næstu tvo vetur var svo eftirlitið framkvæmt
með þeim hætti, að víðast hvar var einum kennara í hverri
sýslu falið á hendur eftirlitið þar. En eftirlitsmenn þessir
urðu að hafa starf þetta í hjáverkum og gátu því lítið
sinnt því vegna annríkis við kennslu í skólum þeim, er
þeir voru fastir starfsmenn við. Síðan lagðist eftirlit
þetta alveg niður.
Snorri hafði kynnt sér skólaeftirlit í utanför til Norður-
landa 1932 og sannfærðist þá enn betur en áður um gildi
þess og knýjandi þörf hér heima, þar sem kennarar störf-
uðu víða aleinir árum saman við lítil þægindi og léleg
skilyrði. Og þegar hann árið 1936 var skipaður formaður
nefndar, sem skyldi endurskoða fræðslulögin, var
kennslueftirlitinu ekki gleymt í frumvarpi því um fræðslu
barna, sem nefndin samdi og síðan var lögfest á Alþingi.
í lögum þessum er einn kaflinn um námstjóra og mælt
svo fyrir, að eftirlitsmenn skuli skipaðir með barna-
fræðslunni í landinu, þegar fé sé veitt til þess í fjárlög-
um. Áttu námstjórarnir að vera 6, og skyldu þeir hafa
eftirlit með kennsluskipun, kennsluaðferðum og árangri
kennslunnar samkvæmt erindisbréfi fræðslumálastjórn-
ar. En um þetta fór svo, að árin liðu eitt á fætur öðru
án þess Alþingi veitti nokkurt fé til nefnds eftirlits. Loks
fékk fræðslumálastjórnin því til leiðar komið, að í frum-
varpi til fjárlaga fyrir 1942 var sett 20 þúsund króna
fjárveiting til námstjóra, og hlaut hún samþykki Alþing-