Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 133 séra Stefáni á Völlum í Svarfaðardal um sumarið, en með hausti hóf hann farkennslu í Arnarneshreppi og byrjaði hana í Hrísey. Margt vantaði af áhöldum og þægindum, en nemendurnir bættu það upp með óbilandi áhuga og dugnaði. Hinn 30. desember, þennan fyrsta kennsluvetur sinn eftir útivistina, gekkst hann fyrir stofnun Ung- mennafélags Svarfdæla og var formaður þess jafnan síðan, meðan hann var í dalnum. Um starf Snorra í þágu félags- ins segir einn af elztu ungmennafélögunum, sem þá voru með honum í stjórn, Sig. P. Jónsson, útgerðarmaður á Dalvík, í Minningarriti U. M. F. í., bls. 323: „Átti Sn. Sigfússon frumkvæðið að félagsstofnuninni, var formaður þess fyrstu tvö árin, og má fullyrða, að þar hafi félagið átt sinn ötulasta forystumann, er bar hag félagsins fyrir brjósti í hvívetna, og mun það ekki oflof, að hann hafi þá þegar sáð sumum þeim fræjum, sem enn í dag bera ávöxt innan félagsins." En þetta er ritað 1937. Það hafði alltaf verið ásetningur Snorra, að starfa í Svarfaðardalnum, er hann kæmi úr utanförinni, ef þess yrði kostur. En um það leyti, er hann kom heim, var verið að koma hinum nýju fræðslulögum í framkvæmd, og voru barnakennarar ráðnir í dalnum. Þá snéri Snorri sér að því að koma á fót þar og í tveimur nærsveitunum unglinga- farskóla eftir finnskri fyrirmynd og fékk reglugerð fyrir hann staðfesta af Stjórnarráðinu. Skólinn hóf starf sitt haustið 1910. Var kennt á fjórum stöðum, tveimur í Svarf- aðardal, einum í Arnarneshreppi og einum í Ólafsfirði. Kennt var vikutíma á hverjum stað, en nemendurnir, pilt- ar og stúlkur, voru milli 10 og 20. Sumir þeirra fylgdu skólastjóranum eftir frá einum kennslustaðnum til annars, aðrir ekki. Hverri kennsluumferð lauk með sameiginlegum fundi fyrir alla nemendurna. Auk þess hafði allur almenn- mgur aðgang að fundunum. Þar voru fyrirlestrar fluttir, bæði af skólastjóra og öðrum mætum mönnum, sem til þess

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.