Menntamál - 01.11.1947, Page 43

Menntamál - 01.11.1947, Page 43
MENNTAMÁL 169 heimalandi sínu. Fór svo að William Russell skólastjóri kennaraháskólans í Columbia var kjörinn forseti til tveggja ára, en hann er vinsæll og víða þekktur. Skóli hans er elzti kennaraskóli í heimi og hefur tekið á móti sæg nemenda frá flestum löndum. Varaforseti til eins árs var kjörinn F. L. Sack frá Sviss- landi, ágætur starfsmaður á fundunum bæði í Endicott og Glasgow. í framkvæmdanefnd voru kosin, til tveggja ára: ungfrú Pringle frá Skotlandi, herra Ma frá Kína, herra Miller frá Kanada, en til eins árs: herra Maj frá Póllandi og herra Frand frá Ulster í Norður-írlandi. 13. ágúst var síðasti dagur ráðstefnunnar. Var þá lögð síðasta hönd á störf hennar. Stutt þakkarávörp voru sam- in fyrir mikla rausn og hjartanlega gestrisni Glasgow- borgar. Uppeldismálafélag Skotlands hélt veizlu til að fagna fulltrúum og aðra að endingu. Borgarstjóri efndi til samkomu í veglegasta gistihúsi borgarinnar, þar var veitt rausnarlega og hljómlist ágæt. Stuttar ræður og snjallar voru haldnar á öllum þessum samkomum. Skorti þar hvorki áhuga og alvöruþunga né góðlátt gaman; en Skotar eru auðugir af hvoru tveggja. Lokafundurinn að enduðum félagsstörfum var haldinn síðdegis. Héldu þar allir áheyrnarfulltrúar ræðu. Dr. Gros fulltrúi Sameinuðu þjóðanna lofaði mjög undir- búning Miss Pringle og alla fundarstjórn. Kvað hann henni hafa tekizt að koma fyrir á einni viku störfum og mann- fagnaði margra vikna. Dr. Carr gat þess að hér með endaði hinn fyrsti fulltrúafundur Alþjóðasambands upp- eldis- og menningarmála, og væri nú allt framtíðargengi þessarar ungu stofnunar komið undir dáð og dug með- limanna um víða veröld einstaklinga og félaga.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.