Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL 157 is. Var þá ekki beðið lengur, en hafizt handa haustið 1941 og ráðnir 4 velmetnir og landskunnir kennarar til námstjóra-starfsins. Einn þeirra var Snorri Sigfússon, skólastjóri, og var hann námstjóri norðan lands. Eins og að líkindum lætur, lagði Snorri út í starf þetta glaður og reifur og fullur áhuga og trúar á gildi þess. Kom sér nú vel fyrir hann, að hafa starfað í öllum flokk- um barnaskóla og hafa með þeim hætti aflað sér glöggrar þekkingar á því, hvers einkum væri vant, bæði í hinum smærri og stærri verkahring. Á skólaárinu 1941—1942 fór hann um þrjár sýslur og kom í hvert skólahérað nema Grímsey og hafði þó jafn- framt á hendi aðalstjórn skólans á Akureyri. Var þetta geysimikið verk og furða að hann skyldi geta annað því, enda varð hann að fara hratt yfir eftirlitssvæðið, en fylgdi þó alltaf áætlun sinni með því að starfa í skólunum á daginn, en ferðast á kvöldin og ósjaldan fram á nætur, því að barnaskólinn á Akureyri og starfið þar rak á eftir. Þennan vetur gekk hann t. d. tvívegis hina háu Tungu- heiði og varð sömuleiðis að fara fótgangandi yfir Öxna- dalsheiði og Vaðlaheiði vegna ófærðar. En eftir þennan vetur hefur hann jafnan haft meiri og minni afskipti af námstjórn nyrðra, nema veturinn, sem Friðrik Hjartar skólastjóri á Akranesi, hafði hana á höndum. En hér eftir mun Snorri helga henni krafta sína alla og óskipta. í skýrslu, sem hann sendi fræðslumálastjóra, eftir þetta fyrsta námstjórnarár, segir svo meðal annars: ,,Þá er ég hafði lofað að taka að mér eftirlit með barna- fræðslunni hér norðanlands, þótti mér einsætt að hafa tal af sem flestum kennurum áður en kennsla byrjaði s. 1. haust. Hóf ég því ferð um svæðið í september til viðtals við kennara og skólanefndir eftir því, sem við varð kom- ið. Umræðuefnið var: 1. Tilgangur eftirlitsins og námstjórnarinnar og vænt- anlegar framkvæmdir í vetur.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.