Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 11
MENNTAMÁL
137
hann tvo söngflokka, karlakór líka. Hann sá og um söng
við allar guðsþjónustur og útfarir á Flateyri og stundum
jafnvel í Holti, hin síðari árin. Þá er vert að geta þess,
að hann stofnaði lestrarfélag á Flateyri, árið eftir að
hann kom þangað, lánaði sjálfur út bækurnar og sá um
safnið í mörg ár. Þá var hann og einn af aðalstofnöndum
Sparisjóðs Önfirðinga. Og auk þessa alls var hann svo í
sóknarnefnd í 16 ár, en 14 í hreppsnefnd og lengst af
oddviti þeirra beggja. En út í það skal ekki frekar farið
hér.
Þótt margt sé ótalið af störfum Snorra vestra, ber það,
sem hér er drepið á, órækt vitni um það, hversu fágætri
starfsorku hann er gæddur og hve mörgum fótum menn-
ingarsókn hans og áhrif hafa staðið í Önundarfirði og á
Flateyri. Og öllum, sem til þekkja, er kunnugt um, að öll
eru verk Snorra vel og samvizkulega af hendi leyst. Hann
hefur aldrei verið við kák kenndur.
Þó að Snorri væri mörgum störfum hlaðinn, sem ekki
komu barnaskólanum beint við, þá er víst, að hann lét
ekkert þeirra minnka sig sem skólamann. Allt kennslu-
starfið mótaðist af óvenjulegum hæfileikum, hugkvæmni,
siðferðilegum þrótti, fjöri og lifandi áhuga. Ber það
Snorra vitni um hvílíkan námsáhuga hann hefur vakið
hjá börnunum, að af þeim, sem fullnaðarprófi luku hjá
honum vestra, hefur nálega 10. hvert þeirra lokið stú-
dentsprófi, en fullur helmingur aflað sér meira eða minna
framhaldsnáms. Mun þetta nokkuð sjaldgæfur námsáhugi.
Ýmislegt þótti nýstárlegt um skólastjórn og kennslu-
hætti Snorra og vakti allmjög athygli manna á Flateyri.
Eitt af því var það, að hann lét elztu hörnin kenna til skipt-
is með sér, t. d. reilcning o. fl., þeim yngri. Mun ekki hafa
verið laust við, að sumir aðstandendur barnanna litu þessa
ráðstöfun hornauga fyrst í stað. En þeim var þá boðið að
vera í kennslustund, og þar sannfærðust þeir um það, að
kennslan hjá litlu kennurunum var ótrúlega góð. Segir