Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 19
menntamál
145
Foreldrafundir þessir voru haldnir fleiri eða færri á
hverjum vetri. Stundum var tilhögunin sú, að boðaðir
voru foreldrar hvers árgangs barna til sérstaks fundar, og
varð þá að halda 7 fundi. Var þessu oft samfara mikið
stapp og stúss, en árangurinn tvímælalaus. Fundum var
jafnan hagað á þessa leið:
1. Skólastjóri flutti inngangserindi um foreldra og skóla
og fleira.
2. Tveir eða þrír kennarar komu með stuttar ræður um
ákveðið efni, vanalega úr daglegum verkahrnig skól-
ans, um námsgreinar, er þeir kenndu, og hvaða kröf-
ur þeir gerðu til barnanna, aðstandenda þeirra og
heimila.
3. Þá fóru fram umræður, sem oft urðu miklar og æfin-
lega gagnlegar og lærdómsríkar.
4. Því næst svaraði skólastjóri eða kennarar fyrirspurn-
um, og síðan flutti skólastjóri stuttan lokaþátt.
5. Síðasta atriðið var svo jafnan það, að kennarar voru
í kennslustofum sínum til viðtals við foreldra og að-
standendur barnanna.
Fundir þessir fóru alltaf fram í ákaflega virðulegum
og vinsamlegum tón, og eftir fundina var ekki um það að
villast, að foreldrar og skóli höfðu þokazt hvort öðru nær.
Virtust og flestir eða allir, sem að fundum þessum stóðu,
telja þá ómissandi fyrir skólastarfið.
En Snorri lét sér ekki nægja foreldrafundina eina til
eflingar samstarfinu með heimilunum. Hann heimsótti
iðulega foreldra og aðstandendur barnanna og kynnti sér
ástand heimilanna eftir föngum. Oft boðaði hann foreldra
á sinn fund, er koma þurfti í veg fyrir misskilning eða að
skýra eitthvað fyrir þeim. Og alltaf var reynt að stilla svo
til, að foreldrar og forráðamenn barna gætu f jölmennt til
skólasetningar og skólaslita, og beindi skólastjóri þá orð-
um sínum að einhverju leyti til þeirra og benti á mikilvægi
vinsamlegrar samvinnu kennara og foreldra. Hann gerði