Menntamál - 01.11.1947, Side 29

Menntamál - 01.11.1947, Side 29
menntamál 155 1. Hann gætir þess að samvinna skólastjóra og kennara sé jafnan sem einlægust og bezt. 2. Hann treystir samstarfið milli heimila barnanna og skólans með foreldrafundum, heimsóknum og sam- ræðum, svo að börnin bera að jafnaði virðingu fyrir skólanum, þegar þau koma í hann. Ef snurður koma á þráðinn milli skóla og heimila, lætur hann strjúka þær sem vendilegast af áður en þær geta unnið tjón. 3. Hann hefur nákvæmt eftirlit með hverju einasta skólabarni og slakar aldrei á því, að minnsta kosti ekki fyrr en hann nær föstum tökum á stjórn og aga í skólanum. (Skólaborðin o. fl.) Með þessu eftirliti kemst hann að mikilvægu lundareinkenni hvers barns: hvort það er hirðusamt, trassi eða einhvers staðar þar í milli. 4. Hann kemur ár sinni þannig fyrir borð, að börnin verða að hlíta settum skólareglum. Ef ekki duga orð- in ein, knýr hann þau til þess með hugkvæmni og ráðsnilli. 5. Hann hagar svo til að börnin verða meðábyrg um velsæmi, aga og stjórn í skólanum. (Bekkjaráð, bóka- útlán, útgáfa smáblaða, fjársöfnun til nauðstaddra barna og gagnlegra hluta, opinberar samkomur.) 6. Hann leitast við að glæða lotningar- og trúartilfinn- ingar barnanna og á sjálfur þessar tilfinningar í ríkum mæli. 7. Hann hugsar um andlegar og líkamlegar þarfir barn- anna: gætir þess að þau hafi nægilegt lesefni og verk- efni óháð námskránni og tryggir þeim líkamlegan fjörgjafa með lýsisgjöfum. 8. Honum er meðfædd gáfa og geta stjórnanda og hon- um hlotnast æfing í því að stjórna mönnum, áður en hann gerist forstöðumaður skóla. Þegar allir þessir þættir, sem hér hafa verið nefndir, eru samanslungir og samstilltir, þá er ekki að undra

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.