Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 38
164
MENNTAMÁL
ingar um víða veröld. I frumstæðustu tegund félagsskap-
ar var það þegar augljóst, að uppeldið hefur djúptæk áhrif
á skapgerð hvers einstaklings og alla framtíðarheill hans.
Löngu síðar var það, að þær félags- og stjórnarfarsheildir,
sem við nefnum þjóðfélög skildu ’það, að hagsæld þjóðar
og öryggi heimtar það, að æðstu yfirmenn og stjórnendur
hennar hafi djúpan skilning og mikinn áhuga á uppeldis-
málum. Fráhvarf uppeldismála frá einstaklingsábyrgð
einni saman og til alþjóðaráðbyrgðar hefur næstum því
verið fullkomnuð á tveim síðustu öldum.
Nú stöndum við hálf áttavillt á ströndum nýs landnáms
á sviði uppeldismála. Það var ekki fyrr en í gær svo að
segja, að menn fóru að sjá, að uppeldismálin, eru að vissu
leyti alþjóða málefni, eins alþjóðleg og hergagnaverksmiðja
eða tollalöggjöf. Reynsla aldanna hefur kennt okkur:
fyrst, að gott uppeldi er nauðsynlegt einstaklingnum til
þroska, í öðru lagi er það nauðsynlegt fyrir félagsheild
umhverfisins, því næst að það er þjóðarnauðsyn, og nú
loksins að það er bráðnauðsynlegt heimsfriðnum. Hver
þessi lexía hefur lærzt í ströngum reynsluskóla. Þeir, sem
ekki voru nógu næmir á þær, urðu með beiskum tárum að
sæta ströngum refsingum.
Við vitum öll, á hve illvirkan hátt nasistar umhverfðu
öllu uppeldinu. Við vitum einnig, hvernig kennarar í frjálsu
löndunum gerðu sitt til þess að hrinda af sér árásum óvin-
anna og gereyða þeim. Þeir urðu að þola sömu þrengingar
og sama tjón og aðrir borgarar. Þeir vernduðu sem bezt
þeir gátu öryggi og heilsu barnanna, sem þeim var trúað
fyrir. Þeir gátu sér góðan orðstír í andstöðunni gegn óvin-
unum. Þeir héldu lifandi ást á heiðri og sæmd og tækifær-
unum til að lifa frjálsu lífi og á eigin ábyrgð, sem er, þegar
öllu er á botninn hvolft, hið mikla mark og mið allrar heil-
brigðar uppeldisstarfsemi.
Nú hafa kennarar aftur tekið til óspilltra málanna. Þeir
hafa brynjað sig í baráttunni fyrir friði. Þeir hafa ákveðið