Menntamál - 01.11.1947, Side 16
142
MBNNTAHÁL
bænum, þá kæmi varla fyrir, að börn óhlýðnuðust því, og
mundi hver lögregla vera ánægð með þann árangur." —
I ágústmánuði 1936 kom hingað til lands danskur sendi-
kennari frá skólum Kaupmannahafnar, Jens Möller að
nafni. Hann var kennari við tilraunaskóla einn í Kaup-
mannahöfn, er settur hafði verið á stofn að tilhlutun Borg-
bjergs, fyrrum kennslumálaráðherra Dana. Jens Möller
var hér nokkra mánuði, ferðaðist talsvert um landið, en
hafði lengsta viðdvöl í Reykjavík og á Akureyri.
Hinn 30. nóv. 1936 birtist í „Alþýðublaðinu" viðtal við
Jens Möller, er þá var nýkominn til Reykjavíkur úr ferða-
lagi um landið.
í þessu viðtali segir Jens Möller meðal annars:
„Tilgangurinn með för minni er sá, að kynna mér ís-
lenzk skólamál og skýra íslenzkum skólamönnum frá hin-
um nýstofnaða tilraunaskóla okkar Dana ...
Skólarnir á Akureyri eru ágætir, og skólamenn, eins og
Snorri Sigfússon, eru því miður, fágætir. Hann er af-
burðamaður á sínu sviði. Mér fannst ég sjá áhrif hans í
framkomu allra barna, er ég mætti þar ...“
Annar sendikennari danskur, Fr. Braae Hansen, er
seinna dvaldi um skeið hérlendis, komst að svipaðri nið-
urstöðu um Akureyrarbarnaskólann. Eftir heimkomu sína
flutti hann fyrirlestur í Haderslev. Minntist hann þá ásamt
fleiru á lýsisgjafirnar, sem ættu sér stað í barnaskólunum
á íslandi, en mundu óþekktar annars staðar á Norðurlönd-
um. Kvað hann lýsisgjafirnar vissulega til fyrirmyndar,
enda væru þær upphaflega komnar frá Akureyri, en þar
væri nú mesti fyrirmyndarbarnaskólinn. —
Hér verður nú numið staðar með tilvitnanir í umsagnir
merkra manna, sem veitt hafa stjórn og uppeldisáhrifum
skólastjórans á Akureyri nána athygli. Að vísu er meira
af sama tæi í pokahorninu, en varla þörf á að tína það
fram; því að ofannefndar umsagnir, sem allar leggjast
á sömu sveifina, ættu að gera mönnum sæmilega ljóst,