Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 15
MENNTAMÁL
141
Snorra Sigfússyni ... Og um framkomu barnanna bér í
bænum má það segja, að hún hefur stórum batnað hin
síðari árin, og sennilega má þakka það barnaskólanum
eingöngu.“
En Akureyringar eru alls ekki einir um það að lofa
stjórn barnaskóla bæjarins.
Það mun hafa verið um svipað leyti og ofannefnd grein
birtist, að Valtýr Stefánsson ritstjóri kom til Akureyrar,
skoðaði skólann og muni hans og varð undrandi yfir því
að sjá skólaborðin og annað fleira húsgagna, sem ekkert
sá á. Skrifaði hann grein um þetta í „Morgunblaðið“,
en hún er því miður ekki við höndina.
Nokkru síðar skrifaði Pétur Sigurðsson rithöfundur
grein um skólann í „Vísi“. Dáðist hann þar að allri um-
gengni í skólanum og stjórnseminni, sem þar ríkti. Kvaðst
hann oft vera gestur á Akureyri, en aldrei hafa séð þar
ósiðlegt athæfi til barna. Og í opnu bréfi til Snorra í
„Morgunblaðinu“ 10. sept. 1937, þar sem hann meðal ann-
ars vill fá Snorra til að skrifa um reynslu sína og kenna
öðrum ráð og vænlegar aðferðir, stendur þetta:
„Mér er kunnugt um það, að þú hefur náð þeim bezta
árangri, sem fengizt hefur við barnakennslu hér á landi
í seinni tíð. Aðrir hafa náð góðum árangri, en fram úr
þínum skóla hafa þeir ekki farið. Ég hef fengið upplýsing-
ar um það, að lögreglan þarf ekki að skipta sér af afbrota-
börnum á Akureyri. í sex ár hef ég komið einu sinni og
tvisvar á ári til Akureyrar og oft dvalið þar dögum saman.
Ég fer jafnan mikið um bæinn, en aldrei hef ég séð ljóta
eða ókurteisa framkomu barna á Akureyri . . . Á ýmsum
stöðum hef ég séð lofsverða umgengni í skólum, en barna-
skólann á Akureyri tel ég ágæta fyrirmynd í þeim efnum.
Hann hefur líka fengið þann vitnisburð, bæði af hérlend-
um og erlendum mönnum. Mér hefur verið sagt það á
Akureyri, að ef þú nefndir það við börnin í skólanum að
fenna sér ekki á skíðum eða sleðum eftir vissum götum i