Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 8

Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 8
134 MENNTAMÁL voru fengnir, s. s. prestum, læknum og bændum. Oft var fjölmennt á fundum þessum. Stundum fóru fram umræður að loknum erindum og venjulega var allmikið sungið. Hafði Snorri þegar í byrjun skólaársins eflt söngflokk og glætt söngmennt hvarvetna á skólasvæðinu. Þessi unglinga-farskóli starfaði um tveggja ára skeið, sex mánuði á ári. Kennslugjaldið fyrir hvern nemanda var 10 krónur, og ofurlítill styrkur fékkst til hans úr ríkissjóði og sýslusjóði. Laun skólastjórans urðu því sára- lítil. En því skeytti Snorri engu, meðan stætt var og fjár- skortur gerði rekstur skólans ekki ókleifan. Nemendurn- ir voru einkar áhugasamir og skólahaldið og fundirnir vöktu nýjar hugsanir og glæddu líf og fjör um sveitirnar, langt út fyrir nemandahópinn og kennslustaðina. Og þetta var Snorra mikilvægast af öllu. Bæði hann og aðrir sáu, að námið í skólanum varð nemöndum notadrjúgt og örvaði þá flesta eða alla til nokkurs frama og nýrra átaka. Hafa margir þeirra orðið hinir nýtustu menn og eigi allfáir skarað fram úr á ýmsum sviðum. Margir kunnu vel að meta skólastarf Snorra. I umsögn frá 2. marz 1912, sem Páll Bergsson, þáverandi skólanefnd- arformaður í Ólafsfirði, hefur ritað um kennslustarf Snorra, segir svo: „Snorri kennari Sigfússon hefur um tveggja mánaða tíma kennt hér unglingaskóladeild og auk þess söng við barnaskólann hér um sama tíma. Kennslu þessa hefur hann stundað með mesta dugnaði og áhuga og vandvirkni. Hann hefur og haldið fyrirlestra, er allir hafa haft aðgang að. Þeir hafa verið mjög ljóst og skipulega fluttir og bera vott um glögga yfirsýn þess, er til bóta má vera og sterkan áhuga á framkvæmd þess. Til söngs í barnaskólanum hafa safnazt til hans fjöldi unglinga og barna, líka utan skólans, er lært hafa þenna stutta tíma (20 kennslustundir) að syngja yfir 30 söng- lög tvírödduð og einrödduð.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.