Menntamál - 01.11.1947, Page 24

Menntamál - 01.11.1947, Page 24
150 MENNTAMÁL Snorri skrifaði stjórn Sambands íslenzkra barnakenn- ara um fjársöfnun skólabarnanna á Akureyri og hóf hún þá sams konar fjársöfnun um land allt. Varð öll þessi söfnun, bæði á Akureyri og annars staðar, íslenzkum skólabörnum til hins mesta sóma. Þegar sendiherra Norð- manna í Reykjavík kom til Akureyrar árið 1944 minnt- ist hann á þessa fjársöfnun og hafði eftir Hákoni Noregs- konungi, að hún væri einhver fegursta hjálpin, sem Norð- menn hefðu fengið. — Flest eða öll störf Snorra og skóla hans, þau, er hér hefur verið drepið á, voru á sínum tíma, er þau voru upp tekin, nýjungar í hérlendu skólastarfi. En aldrei mun þess hafa orðið vart, að upptaka þessara nýjunga ylli árekstr- um eða óánægju, hvorki í skólanum eða flokki foreldra og aðstandenda skólabarnanna. Innreið þessara nýjunga í skólann var gerð með slíkri forsjá, iagni og festu að enginn lét sér sæma að standa í vegi eða styggjast við. Það mun ekki ofmælt, að Snorri hafi öll skólastjórnar- ár sín á Akureyri haft skólann algerlega á sínu valdi. Mátti heita svo, að hann gæti með bendingu einni ráðið við allan hópinn. Hann þekkti hvert einasta barn af 700— 750 börnum og þau hann. Þau komu með því hugarfari í skólann að virða bæði forstöðumann hans og reglur þær, er hann setti, og munu foreldrafundir hafa átt sinn þátt í því. Greinagóður maður og nákunnugur því, sem fram fer í skólanum, hefur sagt þeim, er þetta ritar, að börnum hafi þótt svo vænt um skólastjóra sinn, að þau hafi stund- um grátið, er þau urðu að skilja við hann á vorin. Þau hafi allt viljað fyrir hann gera og fundizt, að þau mættu ekki með nokkru móti brjóta reglur þær, er hann setti eða fyrirmæli, er frá honum komu, enda hefði tæplega verið unnt að koma því við svo, að eigi yrði hann þess vís. Skólastjórinn var nefnilega alltaf — og einkum þó fyrstu árin — á stöðugu ferðalagi um skólann og alls staðar nálægur og því líkast sem hann sæi gegnum veggi

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.