Menntamál - 01.11.1947, Side 17

Menntamál - 01.11.1947, Side 17
menntamál 143 þeim er ekki vissu það áður, að Akureyrarbarnaskólinn hefur að minnsta kosti í sumum efnum náð alveg sérstök- um og óvenjulegum árangri. Skal nú reynt að gera sér nokkra grein fyrir því, hvers konar ráðum og aðferðum Snorri hafi beitt til þess að ná þessum árangri, sem bæði er lofs- og undrunarefni þeirra, er til þekkja. Stjórnar- aðferðir hans og skipulagsráð þyrftu að vera sem flestum skólamönnum kunn. 2. Stjórnaraðferðir og skipulagsráð. Haustið 1930 tók Snorri við Akureyrarskólanum, eins og fyrr segir. Hann tók við nýju skólahúsi, en fáum og lélegum tækjum. Skólinn mun þá ekki hafa átt miklum vinsældum að fagna. Fyrsta skólaár hans fjölgaði börnunum mjög, því að þá var skólaskyldan færð frá 10 ára aldri til 8 ára og seinna til 7. Hann setti þá fáar skólareglur, en ákveðnar °g gekk fast eftir því, að þær væru haldnar. Hann náði þegar í upphafi góðu samstarfi við skólanefnd og kenn- aralið, og hafa kennararnir jafnan fylgt honum vel og trúlega og verið óeigingjarnir í störfum. — Eitt af því fyrsta, sem Snorri lét til sín taka, var að fá skólanefndina til þess að láta hefla upp öll skólaborð og uiála og færa í nýjan búning nálega öll tæki og áhöld skól- ans. Borðin voru öll krössuð og tálguð, eins og þá var al- títt að sjá í skólum, og mun ekki hafa verið laust við, að skólanefnd hafi fundizt þetta uppátæki skrítið og tilgangs- lítið, því að sjálfsögðu leit hún svo á, að ekki mundu borðin lengi bera þennan hátíðabúning, en verða jafn krössuð °g illa útleikin næsta vor. En svo vel tókst nú til hér, að ekkert sást á borðunum eftir veturinn. Og nú, eftir 17 ára stjórn Snorra, mun tæpast unnt að sjá rispu á nokkru horði, hvorki þeim, er hefluð voru upp, né hinum, sem síðar hafa bætzt við.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.