Menntamál - 01.11.1947, Side 25

Menntamál - 01.11.1947, Side 25
menntamál 151 og þil. Hann virtist allt vita, sem máli skipti í skólanum og þurfti fátt að láta segja sér. En starfsdagur hans og kennaranna varð oft æði lang- ur. Kennararnir voru honum mjög samhentir og vildu mikið til þess vinna að ná góðum árangri. Kennarafundir voru iðulega haldnir. Brýndi þar hver annan og styrkti til samstarfs og áhuga. Munu fundarbækurnar seinna meir sýna og sanna, að um margt var rætt og kennsluliðið vel vakandi. Það er meðal annars til marks um vald Snorra yfir börnunum, hve giftusamlega fór, er hann lét taka upp morgunbænir í öllum bekkjum skólans einu sinni í viku. Sumir kennaranna munu hafa verið hálfsmeykir um það, að enginn æskilegur árangur yrði af þessu. En reynslan sýndi, að sá uggur var ástæðulaus. Skólastjóri hafði oft talað um það við börnin, hversu vel við eigandi það væri, að helga skaparanum nokkur augnablik áður dagsverkið hæfist og biðja um aðstoð hans til þess að hugsa rétt og mannúðlega, vilja vel, vinna trúlega og glíma við sjálfan sig. 0g svo fór, þegar morgunbænirnar voru hafnar, að yfir þeim stundum hvíldi djúp alvara, helgi og dásamlegur friður. „Gleðin, sem ljómaði úr svip og augum barnanna, þegar vel hafði tekizt — hún er mér óglevmanleg," sagði skólastjórinn, er tal hneig að þessu. „Og margir unglingar hafa sagt mér,“ bætti hann við, „að þessar þögulu bæna- stundir muni sér aldrei úr minni líða.“ Þessar bænastundir og hinn frjálslegi virðingarandi, sem jafnan hefur ríkt í skólanum gagnvart guðstrú og and- legum málum, hefur tvímælalaust verið sterkur þáttur í því, að afla Snorra hins óven.julega valds, sem hann hefur haft yfir börnunum og hinna traustu taka, er hann náði á allri stjórn skólans. Mun það og samhljóða reynsla allra kennara, er lagt hafa sig fram í lotningu og einlægni og véttum tökum náð, að fyrir engu afli séu börn og unglingar næmari en andlegum krafti og að áhrifavald hans sé

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.