Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 67 þau börn, sem fá að láta reiði sína óhindrað í ljós, verði til- litslausir harðstjórar, er þau vaxa upp. I rauninni er þessu þveröfugt farið. Barn, sem leyft er að láta tilfinningar sín- ar í lj ós á þann hátt, sem aldri þess er eðlilegur, getur öðl- azt jafnvægi geðsmuna með tímanum og átt auðvelt með að lifa í góðu samkomulagi við aðra. Það frelsi, sem við eigum við, þegar við tölum um „frjálst uppeldi“, er frelsið til að þróast í samræmi við innri forsendur — á meðan engum er það til tjóns — og frelsið til þess að vera laus við ótta og sektarvitund. Að fá — og fá ekki. í umræðum um uppeldi er oft minnzt á þarfir barn- anna, og að þeim þurfi að fullnægja. En hvað er þá þörf, og hvernig gerir hún vart við sig? Við höfum t. d. öll þörf á mat. Ef við fáum ekki mat, erum við svöng, og sult- urinn veldur óróa og óþægindum. Við eigum erfitt um að beina huganum að viðfangsefnum okkar, þegar hungrið sverfur að. En jafnskjótt og við höfum matazt, erum við vel fyrir kölluð og ánægð, og við getum gengið að starfi með nýjum þrótti. Börn eiga ýmsar þarfir, sem fullorðnir skilja ekki ætíð, af því að þær eru að ýmsu leyti frábrugðnar okkar þorfum. Bernskunni má skipta í nokkur tímabil eftir „þörfum", og munum við taka nokkurar þeirra til umræðu hér. Ungbarnið er þegar á margan hátt fullgerð manneskja, sem beinir mjög ákveðnum kröfum til okkar fullorðna fólksins. Annað veifið verður sú skoðun á vegi manns, að hvítvoðungurinn þarfnist ekki annars en matar á tilteknum tímum og auk þess umhirðingu. Margra barna móðir veit, að svo er þessu ekki háttað. Börn eru hvert öðru ólík. Sum eru róleg, liggja kyrr og gæta sín sjálf, önnur vilja fá verk- efni. Sum börn láta í ljós óánægju sína með háværum öskr- um, önnur liggja og sýta. En allt um mismuninn þá eru einstaka þarfir, sem öll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.