Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 71 Barnið fitlar t. d. á vissu skeiði við kynfæri sín, það fremur sjálfsfróun. Jafnvel á þessum tímum þekkingar- innar eigum við að búa við ýmsar gamlar hugmyndir um skaðsemi sjálfsfróunarinnar, hún á að valda sjúkdómum, það má sjá það á þeim, sem fremja sjálfsfróun o. s. frv. Öðr- um er það ef til vill ekki ljóst, að þeir telji hana skaðlega, en ala með sér óljósa tilfinningu um það, að þetta sé hálf- Ijótur vani. Menn reyna því oft í góðu skyni að koma í veg fyrir sjálfsfróun smábarna. En við vitum nú, að sjálfsfróunin er ekki hættuleg í sjálfu sér, hættulegur er óttinn um það og tilfinningin fyrir því, að allt, sem varðar kynfærin, sé ljótt og saurugt. Ótti og sektartilfinning, sem fest hefur rætur í bernsku, gagnvart öllu kynferðislegu, helzt við á fullorðinsaldri og kemur fram sem getuleysi eða kuldi. Ef menn reyna til þess að uppræta sjálfsfróun- ina, æxlast það jafnan svo, að hún eykst og festist. Það er ekki merki um kynferðilega þörf, að börn taki að hafa hug á að kynnast því, hvernig börn komi í heiminn. Það er jafneðlilegt og að vilja öðlast vitneskju um aðra ókunna hluti. 1 þessum efnum sem öðrum vilja þau fá einföld og heiðarleg svör við spurningum sínum. Margir foreldrar fara hjá sér og vita ekki, hvernig þeir eiga að koma orðum að því, ef þeir þurfa að veita svör við spurn- ingum um kynferðismál. Þetta er oft miklu auðveldara en menn hyggja, því að barnið skoðar þessi mál af svo mikl- um eðlileik og hlutlægni. En handa uppalendum, sem ekki eru öruggir í þessum efnum, eru til margar góðar bækur, sem geta orðið þeim til hjálpar. Leikurinn. ÖIl börn vilja leika sér. Leikurinn tekur miklum breyt- ingum á barnsaldrinum. í fyrstu birtist hann aðeins sem hreyfiþörf. Barnið liggur í rúmi sínu og sparkar út öllum öngum, reynir að grípa um hluti o. s. frv. Síðar lærist því að skríða, ganga, hlaupa, hoppa og velta hlutum á undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.