Menntamál - 01.06.1950, Side 40

Menntamál - 01.06.1950, Side 40
102 MENNTAMÁL er á, hvor aðferðin höfð er, ef árvekni kennara er nógu mikil. En þetta veltur mjög á árvekni kennarans og því er hin aðferðin talin miklu öruggari. — Þegar barnið hefur lært nöfn, hljóð og (eða) form bókstafanna a. m. k. hinna algengustu, er farið að glíma við samstöfurnar, mynda einkvæð orð og atkvæði, sem síðan eru endurtekin. Eftir skamma stund þekkir barnið þessi orð og atkvæði fljótt og örugglega, svo ekki tekur lengri tíma að þekkja orðið nú en stafina áður. Barninu verður að lærast að tengja saman mynd orðs og hljóðs; því er réttast og auð- veldast að taka fyrst þau orð og samstöfur, sem hljóð- réttust eru. Þessi aðferð reynir auk þess talsvert á minni barnsins, og ber því að forðast löngu orðin. Þetta veldur barninu allt miklum erfiðleikum og áreynslu og enn vanda- samara verður þetta og erfiðara, þegar lesa skal upphátt. Þetta gefur aðeins litla bendingu um það, hvað lesturinn er erfið og vandasöm athöfn, sem ekki verður lærð nema með mikilli fyrirhöfn og á löngum tíma til fullkominnar hlítar. Þeir, sem halda fram hljóð- eða stöfunaraðferðunum, telja þeim það til ágætis, að endurþekking orða og at- kvæða komi smám saman, athyglin beinist fyrst að stöfun- um og samböndum þeirra en síðan að orðinu, sem þeir myndi. Talsmenn orðmyndunaraðferðarinnar segja hins vegar, að barnið læri strax að skynja orðið sem heild, af hinum einstöku stöfum viti þau minna og geri sér því síður grein fyrir sérhljóðum eða samhljóðum. Þar gerist hið sama og þegar maður sjái t. d. bíl. Fyrst greini maður, að þetta sé bíll en ekki eitthvert annað farartæki t. d. hjól eða hestur. Seinna sér maður svo hina einstöku hluta bíls- ins, t. d. hjólin, glugga o. s. frv. Flestir þeir, sem þetta hafa rannsakað hin seinni ár eru á þeirri skoðun að hvor tveggja þessara skynjana eigi sér stað samtímis hjá öllum börnum, en í misjafnlega ríkum mæli.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.