Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 75

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 75
MENNTAMÁL 137 skyggnast eftir, hvernig bleknámið gengur á leturflötinn. Sé frumrit mjög lengi á leturfleti, getur svo farið, að blekið breiðist þar of mikið út um hann, og verður þá prentun lakari. Þegar frumrit er tekið af leturfleti, skal að jafnaði bíða ofurlítið þar til prentun hefst. Blekið þarf sinn tíma til að festa sig hæfilega inn í leturflötinn, þ. e. 1—2 mínútur. Prófa skyldi þó enn styttri og enn lengri bið. Verði biðin of löng, breiðist blekið of mikið út um leturflötinn (eins og þegar frumritið liggur of lengi á), og fást þá færri ein- tök, en erfitt er að þvo blekið af að lokinni prentun. Prentun þarf að ganga fljótt. Hvert blað á að taka aðeins hæfilegan skammt af bleki, ella eyðist blekið um of og læs- ir sig einnig inn í leturflötinn, situr þar fast og dreifist um, svo að blöðin geta ekki numið það. Sérstaklega þarf að gæta þess meðan fyrstu tugirnir eru teknir, að hvert ein- tak sé sem stytzt á leturfletinum og eintökin taki hratt við hvert af öðru. Leturflöturinn sé sem allra fæst augna- blik auður, eftir að prentun er hafin. Leturflötinn á að þvo tafarlaust eftir notkun með klút eða svampi. Nota skal vel volgt vatn, helzt nokkuð heitt, strjúka laust og hægt yfir leturflötinn yfirleitt, þar til letrið er horfið. Þvo síðan klútinn vel og vinda hann, þurrka yfir leturflötinn sem bezt, en láta kassann standa svo lengi opinn, að leturflötur sé orðinn vel þurr. Sitji vatn lengi á leturfleti, skemmist hann. Sé leturflötur eftir þvott- inn þerraður með þurrum klút, má leggja á hann nýtt frumrit. Yfirleitt er allt af rétt, áður en á að nota letur- flöt, að strjúka hann með volgum, votum klút og þurrka hann síðan vel. Fjölritinn ætti að vera á hlýjum stað áður en hann er notaður, og í vel hlýju herbergi gengur prentun mun bet- ur en í svölu. Sérhver byrjandi skyldi gera ýmsar tilraunir með lítil handrit (2—3 línur), til þess að safna reynslu um ýms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.