Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 28
90 MENNTAMÁL orar í sérgreinum o. fl. Sá hópur, sem fengið hefur sér- menntun kennara fyrir þetta stig, er mjög fámennur. Vegna þess hve kennarar eru misjafnir, hefur árangur sem náðst hefur við kennslu og próf verið mjög misjafn. Til þess að bæta nokkuð úr þessu ósamræmi, var gripið til þess ráðs að hafa landspróf c: sameiginleg skrifleg verkefni, sem einn og sami maður gefur einkunnir fyrir í öllum miðskólum landsins. Þetta fyrirkomulag er að sjálfsögðu nauðsynlegt, þegar engin trygging er fyrir því, að kennarar hafi þekkingu á því, sem þeir eiga að kenna. Auk þess hafa kennararnir verið bundnir við ákveðnar kennslubækur, og ekki mun óþekkt fyrirbrigði, að meiri áherzla sé lögð á að kenna orð kennslubókarinn- ar en efni hennar. Þetta er aftur bein afleiðing af því, að námsbækurnar eru svo viðamiklar miðað við kennslu- stundafjölda, sem þeim er ætlaður, að ógerningur er að brjóta efnið til mergjar. Árangurinn af landsprófunum hefur því aðallega orðið sá, að farið er að kenna landa- fræði, náttúrufræði, sögu, eðlisfræði og ef til vill fleiri greinar sem svör við ákveðnum spurningum. Það er ekki spurt um, hvers vegna eru vetur mildir í Vestur-Noregi, heldur: hvernig eru vetur í Vestur-Noregi. Maður tínir úr þau atriði, sem sennilegt er að spurt verði um á prófinu, og kennir börnunum svörin. Þetta er sú kennsla, sem á að vekja áhuga nemandans á faginu og einnig vera undir- stöðuþekking undir framhaldsnám. Þegar lært er á þennan hátt, getur varla orðið mikið eftir, þegar lexían er gleymd, og henni gleymum við fljótt. Það er lögð einhliða áherzla á minni. Skilningur og rökrétt hugsun komast hvergi að. Ég vil í þessu sambandi bera nokkuð hönd fyrir höfuð okkar kennara, enda þótt ég játi, að við séum engan veg- inn saklausir. I einum stærsta gagnfræðaskóla landsins er eðlisfræði til miðskólaprófs kenpd tvær 45 mínútna stundir á viku,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.