Menntamál - 01.06.1950, Síða 25

Menntamál - 01.06.1950, Síða 25
MENNTAMÁL 87 Þrettán ára telpurnar linna ekki látum heima, fyrr en þær fá að lita varir sínar og neglur, fá nylonsokka og fína samkvæmiskjóla. Þær vilja einnig gjarna eiga vin, sem fylgir þeim heim af skólaballinu og „kela“ svolítið við hann eins og þær sjá ,,hinar“ gera. Og 18 ára strákpattar fá sér sígarettu og dreypa á áfengi til þess að sýna og sanna, að þeir séu menn, og af því að það er svo voðalega spennandi. Þessi börn verða aldrei unglingar með hlédrægni gelgju- skeiðsins, heldur stökkva þau beint af æskuskeiðinu inn á fullorðnisaldurinn, en andlegur þroski er eins og hjá börn- um. Og foreldrar berjast algerlega vonlausri baráttu gegn þessu, því þau geta engu ráðið um það, hverja barn þeirra umgengst í skólanum eða fyrir hvaða áhrifum það verð- ur þar. Ef vinna á gegn þessari þróun verða skólarnir að gera það, en það þýðir, að ekki er hægt að hafa unglinga- og gagnfræSadeildir samtímis í sama húsi, og algerlega útilokað að hafa sameiginlegar skemmtanir fyrir 13 ára og 16—17 ára krakka. Unglinga- og gagnfræðastigið eiga heldur ekki samleið í námi. Bæði námskröfur, kennsluaðferðir og prófkröfur verða að vera gerólíkar, ef vel á að fara. Unglingastigið er skyldunám og markið hlýtur þá að vera að sem flestir geti lokið þessu skyldunámi og með sem beztum árangri. Prófkröfur verða því að miðast við unglinga sem eru neðan við meðallag að gáfnafari og dagleg kennsla sömu- leiðis. Mér finnst lítið vit í því, að skylda fólk til þess að fara í skóla, ganga þar undir próf, einungis til þess að sanna þeim, að þeir geti ekki lært, geti ekki komizt í gegn- um það nám, sem þeir eru skyldugir að ganga í gegnum. Gagnfræða- og miðskólanemum er frjálst að hætta námi, þegar þeim sýnist. Þeir fá ákveðin réttindi, ef þeir ljúka námi og prófum, og verða því að sýna ákveðnar gáfur og dugnað, til þess að hægt sé að veita þeim þessi réttindi. Miðskólanemar verða að hafa lokið ákveðnu námsefni,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.