Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 46
108 MENNTAMÁL á að keppa við sjálft sig, er það hinn hollasti þáttur keppn- innar. - -Ég hef hér fyrir framan mig töflu yfir 3. bekk. Börnin eru á aldrinum 10 ára og 2 mánaða til 8 ;8. Hæsta einkunn, sem þau geta fengið er 20 stig. Duglegasta barnið nær þessum stigafjölda á 7*4, úr mínútu, en lélegasta barnið fær 41/2 stig eftir 56 mínútna vinnu. Við nákvæma athug- un á töflunni kemur í ljós, að í sama bekknum er stór hluti nemendanna 2 ár á undan meðaltali bekkjarins, en það er líka stór hluti, sem er 2 ár á eftir. Það er að segja að lestrar- geta bekkjarins nær yfir 4 ár. Á annarri töflu hef ég línu- rit yfir 29 nemendur í 1. bekk. Á því sést að duglegasti nem- andinn las 1400 síður, meðan sá lélegasti las 100. Allir þessir nemendur notuðu nákvæmlega sömu bækur og fengu aldrei að hætta við neitt verkefni fyrr en gengið hafði ver- ið úr skugga um að þeir kynnu það, sem búið var að fara yfir. Það er æði margt, sem þessum mun getur valdið. Gáf- ur barna eru misjafnar og hafa mikla þýðingu, en þó er ekki gáfaða barnið alltaf betri lesari en hið treggáfaða. Heimilisástæður, líkamleg heilbrigði, sjón og heyrn eru ákaflega þýðingarmikil atriði. Félagslegar aðstæður hafa einnig mikið að segja. Fjárhagsafkoma heimilisins og menningarstig, siðferðisvitund þess og viðhorf til skólans er og þýðingarmikið atriði og getur oft haft úrslitaáhrifin á þroska barnsins og framför. Og í tilraunum sínum komst Karl Bakki t. d. að þeirri niðurstöðu, að börnin í 4. bekk, sem voru frá hinum betur stæðu og menntaðri heimilum væru duglegri í lestri en börnin í 5. bekk, sem voru frá fátækari heimilum og menntunarsnauðari. Fjarvistir geta líka tafið lestrarframför afar mikið. Barn, sem oft er fjarverandi, missir mikið úr. Og það er barninu afar hættulegt. E. t. v. er barninu ekkert jafn- hættulegt og eyður í námsefnið, þegar um undirstöðunáms- greinar er að ræða. Að vísu hefur duglegur nemandi alltaf talsverða möguleika til þess að ná upp meira eða minna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.